Kaupskrá fasteigna
Á dögunum setti Expectus saman nýtt mælaborð á vefinn, Kaupskrá fasteigna. Þar er hægt að sjá yfirlit yfir alla þinglýsta samninga um kaup á íbúðum, einbýlishúsum, sumarbústöðum og lóðum á öllu landinu, og flokka eftir ýmsum leiðum, svo sem meðaltal á fermetra eftir götum, hverfum og landshlutum, eða dýrustu eignirnar.
Mælaborðið var sett saman með því að nota Tableau-forritið sem er ein vinsælasta hugbúnaðarlausnin sem Expectus býður upp á, og Kristinn Már Magnússon tæknistjóri segir það sett saman til upplýsingagjafar og hægðarauka fyrir almenning. Í kaupskránni er ekki bara hægt að flokka eftir póstnúmerum og landshlutum, heldur líka smærri einingum, en þjóðskrá skiptir landinu öllu í 206 svæði með 1500 íbúa hvert. „Þá ertu kominn með samanburðarhæfar einingar, ef þú ert í miðbænum eru hverfin mjög lítil, stærri í úthverfunum,“ segir Kristinn Már.
Að sögn Kristins geta þessar upplýsingar komið að góðum notum fyrir fólk í kaup- eða söluhugleiðingum, til dæmis til þess að bera saman verð á húsum innan sama hverfis. Það sé meðal annars hægt að slá inn götuna sína og sjá meðalverð á fermetra, miðað var aðrar í nágrenninu. Hann segir að það sé leikur einn að setja upp mælaborð eins og þessi með Tabeau-hugbúnaðinum. „Hann gerir hverjum sem er kleift að flokka og greina gögn, og setja þau fram á myndrænan og auðskilinn hátt.“
Hafðu samband
Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband eins fljótt og hægt er.
Contact Us
