Kaupskrá fasteigna

Á dögunum setti Expectus saman nýtt mælaborð á vefinn, Kaupskrá fasteigna. Þar er hægt að sjá yfirlit yfir alla þinglýsta samninga um kaup á íbúðum, einbýlishúsum, sumarbústöðum og lóðum á öllu landinu, og flokka eftir ýmsum leiðum, svo sem meðaltal á fermetra eftir götum, hverfum og landshlutum, eða dýrustu eignirnar.


Mælaborðið var sett saman með því að nota Tableau-forritið sem er ein vinsælasta hugbúnaðarlausnin sem Expectus býður upp á, og Kristinn Már Magnússon tæknistjóri segir það sett saman til upplýsingagjafar og hægðarauka fyrir almenning. Í kaupskránni er ekki bara hægt að flokka eftir póstnúmerum og landshlutum, heldur líka smærri einingum, en þjóðskrá skiptir landinu öllu í 206 svæði með 1500 íbúa hvert. „Þá ertu kominn með samanburðarhæfar einingar, ef þú ert í miðbænum eru hverfin mjög lítil, stærri í úthverfunum,“ segir Kristinn Már.


Að sögn Kristins geta þessar upplýsingar komið að góðum notum fyrir fólk í kaup- eða söluhugleiðingum, til dæmis til þess að bera saman verð á húsum innan sama hverfis. Það sé meðal annars hægt að slá inn götuna sína og sjá meðalverð á fermetra, miðað var aðrar í nágrenninu. Hann segir að það sé leikur einn að setja upp mælaborð eins og þessi með Tabeau-hugbúnaðinum. „Hann gerir hverjum sem er kleift að flokka og greina gögn, og setja þau fram á myndrænan og auðskilinn hátt.“

Hafðu samband

Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband eins fljótt og hægt er.

Contact Us

By Sigrún Anna October 21, 2025
Expectus hefur ráðið til sín þau Jón Bergmann, Sturlu Sæ Erlendsson og Sigrúnu Önnu Guðnadóttur. Jón Bergmann er ráðinn sem ráðgjafi í viðskiptagreind. Hann er með doktorspróf í kennilegri eðlisfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku og meistaragráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands. Jón hefur víðtæka reynslu sem gagnanörd, forritari og vísindamaður og hefur meðal annars starfað sem sérfræðingur hjá Controlant, Símanum og Veðurstofu Íslands. Þar leiddi hann meðal annars þróun á hugbúnaði fyrir greiningu og sjálfvirkni, auk þess að vinna með stórgagnalausnir og gervigreind. Sturla Sær Erlendsson er ráðinn sem ráðgjafi hjá Expectus. Hann er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og stundar nú meistaranám í framleiðsluverkfræði og stjórnun við KTH í Stokkhólmi. Sturla starfaði síðast hjá Icelandair sem sérfræðingur í Amadeus Queues og ferðaráðgjafi. Hann hefur einnig komið að rannsóknum á sviðsmyndagreiningu hjá Frumkvöðlasetri Íslands og á að baki frumkvöðlareynslu sem stofnandi og fatahönnuður fyrirtækisins/hönnunarfyrirtækisins Reykjavík Roses. Sigrún Anna Guðnadóttir er ráðin sem skrifstofustjóri Expectus. Hún er með meistaragráðu í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla. Sigrún kemur til Expectus með áralanga reynslu úr bókhaldi, launavinnslu og rekstrarráðgjöf auk sérhæfingar í stafrænni markaðssetningu. Hún starfaði síðast hjá Datera sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu og þar áður leiddi hún launadeild hjá Fastlandi. „Það er orðin krafa í nútímafyrirtækjarekstri að stjórnendur og starfsmenn geti tekið gagnadrifnar ákvarðanir byggðar á traustum rauntímaupplýsingum. Við hjá Expectus höfum síðastliðin 16 ár aðstoðað fyrirtæki og stofnanir landsins við val og innleiðingar á gagnalausnum sem styðja við þá vegferð og gerir þeim kleift að ná árangri hraðar en áður. Jón, Sturla og Sigrún eru frábær viðbót í öflugan hóp sérfræðinga hjá Expectus sem gerir okkur kleift að þjónusta okkar viðskiptavini af sama krafti og við höfum gert frá upphafi,“ segir Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus.
December 12, 2024
Stefán Rafn Stefánsson, framkvæmdastjóri Cubus, Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus, Ragnar Þórir Guðgeirsson, stjórnarformaður Expectus og Andri Páll Heiðberg, stjórnarformaður og ráðgjafi hjá Cubus.