Mælaborð

Við greinum opinberar upplýsingar og gefum þér innsýn í málefni líðandi stundar á myndrænan hátt.

23 Apr, 2024
Nýjasta mælaborð Expectus sýnir niðurstöður úr könnunum sem gerðar hafa verið vegna komandi forsetakosninga. Mælaborðið er unnið úr gögnum frá Hagstofu Íslands, Vísir.is og Mbl.is og eru gögnin sett upp í ExmonDM og unnið í mælaborðatólinu Tableau. Notendur sjá niðurstöður kannana mismunandi miðla og geta einnig skoðað söguleg gögn um forsetakosningar á Íslandi.
23 Nov, 2023
Nýverið kynntu Samtök ferðaþjónustunnar vefsíðuna ferdagogn .is þar sem finna má mælaborð og gagnakeldur sem tengjast ferðaþjónustu. Mælaborð á síðunni voru unnin af sérfræðingum Expectus og er mælaborð SAF gott dæmi um hvernig setja má fram gögn á skýran og lýsandi hátt þannig að upplýsingarnar nýtist þeim sem á þurfa að halda. Dregin eru saman gögn frá ýmsum stöðum sem saman gefa góða mynd af stöðu ferðaþjónustu í nærumhverfinu.  Fjallað var sérstaklega um mælaborð SAF og hvernig það nýtist í sérblaði Viðskiptablaðsins sem kom út um miðjan nóvember. Grein viðskiptablaðsins í heild má lesa hér .
10 Nov, 2022
Nýjasta mælaborðið frá Expectus er unnið upp úr gögnum frá Áfengis og tóbaksverslun ríkisins. Með ÁTVR mælaborðinu geta notendur borið saman verð og vínanda í þeim fjölmörgu tegundum áfengis sem fást hjá ÁTVR. Þannig er hægt að bera saman lítraverð og átta sig á lítraverði með tilliti til vínanda í drykknum. Þannig geta neytendur gert upplýstari áfengiskaup
03 Aug, 2022
Sérfræðingar Expectus smíðuðu mælaborð í Tableau byggt á jarðskjálftagögnum frá Veðurstofu Íslands sem eru unnin í exMon.
By Kristinn Magnússon 16 May, 2022
Á dögunum setti Expectus saman nýtt mælaborð á vefinn, Kaupskrá fasteigna . Þar er hægt að sjá yfirlit yfir alla þinglýsta samninga um kaup á íbúðum, einbýlishúsum, sumarbústöðum og lóðum á öllu landinu, og flokka eftir ýmsum leiðum, svo sem meðaltal á fermetra eftir götum, hverfum og landshlutum, eða dýrustu eignirnar. Mælaborðið var sett saman með því að nota Tableau-forritið sem er ein vinsælasta hugbúnaðarlausnin sem Expectus býður upp á, og Kristinn Már Magnússon tæknistjóri segir það sett saman til upplýsingagjafar og hægðarauka fyrir almenning. Í kaupskránni er ekki bara hægt að flokka eftir póstnúmerum og landshlutum, heldur líka smærri einingum, en þjóðskrá skiptir landinu öllu í 206 svæði með 1500 íbúa hvert. „Þá ertu kominn með samanburðarhæfar einingar, ef þú ert í miðbænum eru hverfin mjög lítil, stærri í úthverfunum,“ segir Kristinn Már. Að sögn Kristins geta þessar upplýsingar komið að góðum notum fyrir fólk í kaup- eða söluhugleiðingum, til dæmis til þess að bera saman verð á húsum innan sama hverfis. Það sé meðal annars hægt að slá inn götuna sína og sjá meðalverð á fermetra, miðað var aðrar í nágrenninu. Hann segir að það sé leikur einn að setja upp mælaborð eins og þessi með Tabeau-hugbúnaðinum. „Hann gerir hverjum sem er kleift að flokka og greina gögn, og setja þau fram á myndrænan og auðskilinn hátt.“
By Sahara Web 11 Mar, 2022
Á Íslandi er mikill munur á sólarstundum milli árstíða, við bjuggum til mælaborð þar sem auðvelt er að sjá muninn milli helstu borga.
Handboltatölfræði Olís-deilda
By Sahara Web 08 Sep, 2021
Mælaborð sem sýnir handknattleikstölfræði Olís-deilda.
Jarðskjálftamælaborð Expectus
By Sahara Web 04 Mar, 2021
Mælaborð sem sýnir jarðskjálfta á Reykjanesinu í febrúar og mars 2021.
AirBNB mælaborð
By Sahara Web 01 Mar, 2020
Mælaborð Expectus um AirBNB markaðinn í Reykjavík 2016.
By Kristinn Magnússon 01 Oct, 2017
Gríðarlegur vöxtur var í ferðaþjónustu á árunum 2013-2016. Í mælaborði Expectus er hægt að greina vöxtinn eftir landsvæðum, mánuðum og árstíðum með gagnvirkum hætti með Tableau.
Sýna meira

Ertu með hugmynd að mælaborði?

Við erum alltaf að leita að góðum hugmyndum að greiningum á opnum gögnum sem geta hjálpað almenningi.


Sendu okkur hugmynd hérna í forminu til hliðar og við setjum hana í hugmyndabankann.

Share by: