Um okkur
Expectus er ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtæki. Hlutverk okkar er að aðstoða fyrirtæki við að greina og bregðast við breytingum í sínu umhverfi, marka stefnu og koma henni í framkvæmd með því að nýta kjarnahæfni sína og upplýsingatækni til að ná mælanlegum árangri í rekstri.
Expectus var stofnað 2009 og samanstendur teymið af yfir 30 sérfræðingum á sínu sviði.
Gildin okkar
Kraftur
Við sýnum frumkvæði og leggjum kraft
í allt sem við gerum. Við leysum vandamál hratt og vel, stöndumst tímaáætlanir og tökum jafnframt ábyrgð á eigin frammistöðu. Við vinnum saman, styðjum og valdeflum hvort annað og nýtum sameinaða styrkleika okkar til þess að afhenda heimsklassa vörur, ráðgjöf og þjónustu til okkar viðskiptavina.
Heiðarleiki
Við erum heiðarleg og fylgjum sannfæringu okkar og seljum lausnir sem skila árangri. Við gerum okkur grein fyrir því að við erum öll mannleg og við viðurkennum mistök, vöxum undir áskorunum og fögnum breytingum. Innri rekstur fyrirtækisins er opinn og gagnsær.
Samvinna
Samvinna einkennir allt okkar starf, bæði innan fyrirtækisins og gagnvart viðskiptavinum.
Við erum meðvituð um vægi þess
að virkja ágreining með gagnkvæmri virðingu og trausti, gefum okkur tíma
til að hlusta, miðlum af eigin reynslu, hjálpum hvert öðru og berum sameiginlega ábyrgð. Gætum þess ávallt að viðhalda gleðinni.
30+
Hjá okkur starfa yfir 30 sérfræðingar á sviði stjórnunar, reksturs, tækni og hugbúnaðargerðar.
2009
Expectus var stofnað árið 2009 og hefur
djúp þekking myndast á rekstrarumhverfi
og áskorunum stjórnenda, sem og á
tæknihlið fyrirtækja.
+200
Fjölmargir viðskiptavinir í flestum geirum atvinnulífsins nota lausnir frá Expectus til að taka gagnadrifnar ákvarðanir
Starfsfólk
Hjá Expectus starfar öflugur hópur reynslumikilla sérfræðinga. Við höfum langa og fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu og tileinkað okkur framsæknar aðferðir til að ná árangri í samvinnu við fyrirtæki.
Erum við að leita að þér?
Við erum reglulega að leita að metnaðarfullum og drífandi einstaklingum til að bætast í okkar öfluga hóp.
Við leggjum áherslu á að skapa starfsumhverfi sem gerir starfsfólki okkar kleift að skara fram úr á sínu svið