Expectus valið Fyrirtæki ársins 2022

Expectus hefur verið valið Fyrirtæki ársins 2022 í flokki meðalstórra fyrirtækja, samkvæmt árlegri vinnumarkaðskönnun VR sem kynnt var 19. maí 2022. Þetta er í fjórða sinn sem Expectus hlýtur verðlaunin Fyrirtæki ársins, en fyrirtækið hefur ýmist hlotið titilinn Fyrirtæki ársins eða Fyrirmyndarfyrirtæki árlega síðan 2016.


„Það er okkur mikill heiður að hljóta þessi verðlaun og erum við ótrúlega stolt af árangrinum. Við viljum vera stjórnunarleg fyrirmynd og við leggjum okkur fram við að skapa starfsanda og vinnuumhverfi eins og best verður á kosið. Samvinna einkennir allt okkar starf, bæði innan fyrirtækisins og gagnvart viðskiptavinum og er ég þakklátur fyrir hversu vel hefur tekist til og við munum nýta þessa viðurkenningu sem frekari hvatningu við að byggja upp teymið og gera gott enn betra” segir Gunnar Steinn Magnússon, framkvæmdastjóri Expectus.


VR hefur staðið fyrir könnuninni í tvo áratugi en markmið hennar er að gefa starfsfólki tækifæri til að koma viðhorfum sínum varðandi vinnustaðinn á framfæri. Könnunin er einnig vettvangur starfsfólks til að koma því á framfæri hvað vel er gert og hvað betur mætti fara innan vinnustaða. Horft er til níu lykilþátta í starfsumhverfi fyrirtækja, m.a. til starfsanda, jafnréttis, vinnuaðstöðu og sveigjanleika í vinnu svo eitthvað sé nefnt.

Hafðu samband

Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband eins fljótt og hægt er.

Contact Us

By Sigrún Anna October 21, 2025
Expectus hefur ráðið til sín þau Jón Bergmann, Sturlu Sæ Erlendsson og Sigrúnu Önnu Guðnadóttur. Jón Bergmann er ráðinn sem ráðgjafi í viðskiptagreind. Hann er með doktorspróf í kennilegri eðlisfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku og meistaragráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands. Jón hefur víðtæka reynslu sem gagnanörd, forritari og vísindamaður og hefur meðal annars starfað sem sérfræðingur hjá Controlant, Símanum og Veðurstofu Íslands. Þar leiddi hann meðal annars þróun á hugbúnaði fyrir greiningu og sjálfvirkni, auk þess að vinna með stórgagnalausnir og gervigreind. Sturla Sær Erlendsson er ráðinn sem ráðgjafi hjá Expectus. Hann er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og stundar nú meistaranám í framleiðsluverkfræði og stjórnun við KTH í Stokkhólmi. Sturla starfaði síðast hjá Icelandair sem sérfræðingur í Amadeus Queues og ferðaráðgjafi. Hann hefur einnig komið að rannsóknum á sviðsmyndagreiningu hjá Frumkvöðlasetri Íslands og á að baki frumkvöðlareynslu sem stofnandi og fatahönnuður fyrirtækisins/hönnunarfyrirtækisins Reykjavík Roses. Sigrún Anna Guðnadóttir er ráðin sem skrifstofustjóri Expectus. Hún er með meistaragráðu í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla. Sigrún kemur til Expectus með áralanga reynslu úr bókhaldi, launavinnslu og rekstrarráðgjöf auk sérhæfingar í stafrænni markaðssetningu. Hún starfaði síðast hjá Datera sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu og þar áður leiddi hún launadeild hjá Fastlandi. „Það er orðin krafa í nútímafyrirtækjarekstri að stjórnendur og starfsmenn geti tekið gagnadrifnar ákvarðanir byggðar á traustum rauntímaupplýsingum. Við hjá Expectus höfum síðastliðin 16 ár aðstoðað fyrirtæki og stofnanir landsins við val og innleiðingar á gagnalausnum sem styðja við þá vegferð og gerir þeim kleift að ná árangri hraðar en áður. Jón, Sturla og Sigrún eru frábær viðbót í öflugan hóp sérfræðinga hjá Expectus sem gerir okkur kleift að þjónusta okkar viðskiptavini af sama krafti og við höfum gert frá upphafi,“ segir Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus.
December 12, 2024
Stefán Rafn Stefánsson, framkvæmdastjóri Cubus, Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus, Ragnar Þórir Guðgeirsson, stjórnarformaður Expectus og Andri Páll Heiðberg, stjórnarformaður og ráðgjafi hjá Cubus.