Expectus og Insight Software í samstarf
Expectus hefur gert samstarfssamning við Insight Software/Jet Global um endursölu á hugbúnaðarlausnum JET fyrir viðskiptagreind. JET Global býður upp á alhliða gagnalausnir ofan á Microsoft Dynamics viðskiptalausnir svo stjórnendur geta tekið tímanlegar gagnadrifnar ákvarðanir.
Með greiningarlausnum JET geta viðskiptavinir Expectus nú nýtt sér viðskiptagreindarlausnir eins og Tableau eða PowerBI til að vinna upplýsingar fyrir stjórnendur á fljótan og hagkvæman hátt. Einnig er mögulegt að tengja upplýsingar beint við Excel til frekari greiningar.
Með JET er hægt að innleiða nútímaviðskiptagreind í skýjaumhverfi Azure og nýta aðrar Azure lausnir eins og Datalake, IOT Hub, Machine Learning o.fl.
Nú þegar hefur lausnin verið innleidd hjá fjölda viðskiptavina og eru margir viðskiptavinir í innleiðingu á næstunni.
Markmið Expectus er að vera leiðandi í umbreytingum á rekstri fyrirtækja með gagnadrifinni ákvarðanatöku og verður JET ein af lykillausnum á þeirri vegferð.
Hafðu samband
Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband eins fljótt og hægt er.
Contact Us
