Steinn, Þórdís og Jón Brynjar ráðgjafar hjá Expectus

Ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækið Expectus hefur ráðið til sín þrjá sérfræðinga, þau Jón Brynjar Björnsson, Stein Arnar Kjartansson og Þórdísi Björk Arnardóttur.
Jón Brynjar er með B.Sc. i rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MBA frá EDHEC Business School í Nice. Jón starfaði síðast hjá Landsbankanum sem sérfræðingur í viðskiptagreind þar sem helstu verkefni voru uppbygging á vöruhúsi gagna ásamt myndrænni skýrslugerð. Þar áður starfaði hann hjá Íslandsbanka sem sérfræðingur í eignafjármögnun. Hjá Expectus mun Jón Brynjar leggja megináherslu á gerð áætlanalíkana og innleiðingu viðskiptagreindar með Kepion, TimeXtender, PowerBI og fleiri lausnum.
Steinn Arnar er með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í iðnaðarverkfræði og stjórnun frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU) með áherslu á fjármálagreiningu, bestun og gagnavísindi. Steinn starfaði síðast við viðskiptagreind hjá Dansk Industri og fyrir það starfaði hann meðfram námi hjá Eflu, meðal annars við greiningu og gerð gagnvirkra mælaborða í PowerBI. Hjá Expectus mun Steinn Arnar leggja megináherslu á innleiðingu viðskiptagreindar í Azure og tekjueftirlit hjá viðskiptavinum með TimeXtender, exMon, Tableau og fleiri lausnum.
Þórdís Björk er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði áður hjá Icelandair en er nýlega flutt heim til Íslands eftir að hafa starfað sem GIS sérfræðingur hjá DRMP í Bandaríkjunum. Þórdís mun hjá Expectus leggja áherslu á innleiðingu viðskiptagreindar í Azure og tekjueftirlits með TimeXtender, PowerBI og exMon hjá fyrirtækjum og stofnunum.
Hafðu samband
Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband eins fljótt og hægt er.
Contact Us
