Burkni og Lucas til Expectus

Expectus hefur ráðið til sín tvo sérfræðinga, þá Burkna Maack Helgason og Lucas Evrard.
Burkni er með M.Sc. í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur unnið sem sérfræðingur í greiningum og gögnum í yfir 15 ár hjá fyrirtækjum eins og AGR, CreditInfo og Meniga. Hjá Expectus mun Burkni leggja megináherslu á innleiðingu viðskiptagreindar og tekjueftirlits hjá fyrirtækjum og stofnunum með TimeXtender, exMon og fleiri lausnum.
Lucas hefur unnið í ráðgjöf í viðskiptagreind í Frakklandi undanfarin ár. Hann starfaði meðal annars undanfarin fimm ár hjá Ingenia Consulting og BGFi þar í landi, bæði sem ráðgjafi og verkefnastjóri. Hans sérsvið er í viðskiptagreind tengdri bönkum, smásölu og mannauðsmálum, og hefur hann unnið fyrir fyrirtæki á borð við BNP Paribas, Canal + Telecom og Louis Vuitton. Lucas mun leggja megináherslu á innleiðingu viðskiptagreindar með Tableau og TimeXtender.
„Við höfum séð viðskiptaumhverfið breytast mikið á þessu ári og viðskiptavinir okkar vilja bregðast hratt við þessum breytingum með betri upplýsingum. Einnig hafa aðstæðurnar orðið til þess að fyrirtækin eru að leggja aukna áherslu á stafræna vegferð sína, og mörg þeirra hafa gert miklar breytingar á örskömmum tíma. Til þess að bregðast við þessum áskorunum viðskiptavina okkar höfum við verið að styrkja ráðgjafahópinn okkar í Expectus og eru Burkni og Lucas öflug viðbót í hópinn.“ segir Gunnar Steinn Magnússon, framkvæmdastjóri Expectus.
Hafðu samband
Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband eins fljótt og hægt er.
Contact Us
