TimeXtender ráðstefna 18. október 2022
Um TimeXtender og ráðstefnuna
TimeXtender er danskt fyrirtæki sem þróar hugbúnað sem auðveldar fyrirtækjum að taka saman upplýsingar úr mörgum kerfum, byggja upp vöruhús gagna og smíða gagnamódel sem eru notuð til greiningar.
TimeXtender mun halda ráðstefnu þann 18. október kl. 08:30-14:00 á Grand Hótel Reykjavík þar sem með kynningu á því hver framtíðin er í nýtingu gagna og hvernig er stuðlað að gagnadrifinni menningu innan fyrirtækja. Einnig verða kynningar frá fyrirtækjum sem hafa verið að nýta TimeXtender í sinni gagnavegferð eins og JYSK (Rúmfatalagerinn), Blue Lagoon og Vörður.
Samstarf við Rúmfatalagerinn
Samstarf Expectus og Rúmfatalagersins hefur staðið í nokkur ár og á þeim tíma hefur mótast sérstaklega sterkt viðskiptasamband. Meðal verkefna má nefna áætlanagerð, ráðgjöf og sérstaklega uppbyggingu vöruhúss gagna og heildræna innleiðingu viðskiptagreindar í alla ferla fyrirtækisins. Nú er staðan sú að ákvarðanataka og upplýsingagjöf er grundvölluð á lifandi skýrslum sem byggir á miðlægu vöruhúsi sem var sett upp með TimeXtender.
Skráning á ráðstefnuna
Expectus hvetur áhugasama að skrá sig á ráðstefnu TimeXtender þann 18. október hér: SKRÁNING
Hafðu samband
Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband eins fljótt og hægt er.
Contact Us
