Expectus tilnefnt af TimeXtender

Expectus var tilnefnt af TimeXtender sem eitt af samstarfsfyrirtækjum ársins 2021. Þrír samstarfsaðilar hlutu þennan heiður en fyrirtækið er með mörg hundruð samstarfsaðila um allan heim.
„Við erum afar stolt af þessari tilnefningu og okkar starfsfólki en þau fyrirtæki sem við erum borin saman við eru stórfyrirtæki með hundruð ef ekki þúsundir starfsmanna. Hjá Expectus starfar þéttur hópur þrjátíu reynslumikilla sérfræðinga sem er drifinn áfram af sterkum vilja til að afla sér nýrrar þekkingar og finna bestu lausnir fyrir okkar viðskiptavini hverju sinni. Ein af forsendum þess að taka góðar ákvarðanir í rekstri er að styðjast við gögn sem liggja fyrir. Því miður getur verið flókið og erfitt að nálgast þau gögn og aðeins fáir sem hafa aðgang að þeim. Eitt af markmiðum okkar er að finna bestu og hagkvæmustu lausnir á hverjum tíma til þess að gera þessi gögn aðgengilegri og auðskiljanlegri svo að sem flestir starfsmenn innan fyrirtækja geti nýtt þau sér til stuðnings við ákvarðanatökur dags daglega.“ sagði Gunnar Steinn Magnússon, framkvæmdastjóri Expectus.
TimeXtender er lausn sem hefur reynst fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum vel á vegferð þeirra í átt að gagnadrifinni ákvarðanatöku, en hún gerir fyrirtækjum fært að nútímavæða tæknilega innviði, með tilliti til gagna, en það er ein af forsendum fyrir góðum árangri fyrirtækja á þessu sviði.
Hafðu samband
Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband eins fljótt og hægt er.
Contact Us
