Exmon Software selt til TimeXtender

Danska hugbúnaðarfyrirtækið TimeXtender hefur keypt íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Exmon Software. 


Exmon Software var stofnað af ráðgjafarfyrirtækinu Expectus árið 2014 sem dótturfélag en hefur verið rekið í aðskildu eignarhaldi undanfarin tvö ár. Hjá félaginu starfa 14 sérfræðingar í hugbúnaðarþróun og -sölu. Aðalsöluvara fyrirtækisins er hugbúnaðarlausnin Exmon sem er leiðandi lausn í gagnagæðum og gagnaumsjón. Viðskiptavinir nýta Exmon til að finna villur og frávik í tölvukerfum og daglegum ferlum, sem getur meðal annars komið í veg fyrir tekjutap eða brotalamir í ferlum sem annars gætu farið fram hjá stjórnendum. 


Viðskiptavinum Exmon fer hratt fjölgandi víðsvegar um Evrópu enda hefur fyrirtækið náð að byggja upp öflugt net samstarfsaðila sem selja og innleiða lausnina hjá fyrirtækjum í flestum atvinnugreinum.

„Síðastliðin ár hafa farið í að koma Exmon á framfæri erlendis og við sjáum mikinn áhuga og árangur þar. Við höfum unnið náið með TimeXtender undanfarið og eru samlegðaráhrifin fyrir bæði vörurnar okkar og viðskiptavini miklar og því ákváðum við að fara í þessa vegferð saman. Við sjáum mikil tækifæri í því að kynna Exmon-vörurnar fyrir viðskiptavinahópi TimeXtender og stækka þar með markaðinn fyrir Exmon. Gert er ráð fyrir að Exmon verði áfram með starfsemi á Íslandi.


Við hlökkum mikið til samstarfsins, menning fyrirtækjanna byggir á líkum grunni og innan þeirra er mikil þekking á stjórnun og notkun gagna sem er hratt vaxandi viðfangsefni í nútímarekstri. Við eigum eftir að gera góða hluti saman sem nýtast viðskiptavinum bæði hér heima og erlendis,“ segir Gunnar Steinn Magnússon, framkvæmdastjóri Exmon Software.


„Sameining félaganna mun gera okkur mögulegt að styrkja Exmon-hugbúnaðinn enn frekar, auka samþættingu við núverandi lausnir TimeXtender og hraða vöruþróun. Við erum að sjá mikla framþróun í gagnalausnum á heimsvísu með tilkomu nýrra skýja- og gervigreindarlausna sem gera kröfu um meiri gæði og hraðari úrvinnslu á gögnum. 


Ég er sannfærður um að með sameiningu við TimeXtender náum við sameiginlega að búa til mjög öflugt og spennandi lausnaframboð fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Kristinn Már Magnússon, tæknistjóri Exmon Software.


„Með sameiningu við Exmon erum við að taka stórt skref í að auka virði okkar lausnaframboðs. Lausnin okkar innifelur nú bætt stjórnkerfi gagna sem einfaldar verulega alla umsýslu gagna
fyrir okkar viðskiptavini. “ - Heine Krog Iversen, CEO hjá TimeXtender. 


TimeXtender er danskt hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar sjálfvirknivæðingarlausnir sem einfalda og flýta ferlum í uppbyggingu á vöruhúsi gagna. Hugbúnaðinn nota yfir 3.000 viðskiptavinir víðsvegar um heim.

Hafðu samband

Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband eins fljótt og hægt er.

Contact Us

23 Apr, 2024
Nýjasta mælaborð Expectus sýnir niðurstöður úr könnunum sem gerðar hafa verið vegna komandi forsetakosninga. Mælaborðið er unnið úr gögnum frá Hagstofu Íslands, Vísir.is og Mbl.is og eru gögnin sett upp í ExmonDM og unnið í mælaborðatólinu Tableau. Notendur sjá niðurstöður kannana mismunandi miðla og geta einnig skoðað söguleg gögn um forsetakosningar á Íslandi.
18 Apr, 2024
Á aðalfundi ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækisins Expectus sem haldinn var í byrjun mars voru þau Edda Valdimarsdóttir Blumenstein og Helgi Logason tekin inn í eigendahóp Expectus. Bætast þau við þann öfluga hóp eigenda sem fyrir var en nokkur kynslóðaskipti hafa orðið í hópnum á undanförnum árum. Þannig hafa eldri ráðgjafar vikið og yngra fólk er komið inn í staðinn. „Ég er virkilega stolt og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt að vera komin í eigendahóp Expectus og er full tilhlökkunar að halda áfram að vinna að vexti fyrirtækisins í nýju hlutverki,“ segir Edda. Helgi tekur í sama streng: „Ég er fullur tilhlökkunar fyrir nýju hlutverki hjá Expectus. Það eru gríðarlega spennandi tímar fram undan í hvernig fyrirtæki geta nýtt sér gögn og nýjustu tækni og Expectus er í lykilstöðu til að leiða þá þróun.“ Expectus aðstoðar mörg af stærstu fyrirtækjum landsins við að nýta upplýsingatæknina til að taka gagnadrifnar ákvarðanir byggðar á rauntímaupplýsingum og ná þannig mælanlegum og varanlegum árangri í rekstrinum. Reynir Ingi Árnason er framkvæmdastjóri Expectus: „Við erum gríðarlega ánægð með að fá þau tvö til liðs við eigendahópinn og hlökkum til að takast á við komandi verkefni með mjög svo öflugt teymi. Það er líka sérlega ánægjulegt að fá unga konu eins og Eddu inn í þennan hóp en kona hefur ekki verið meðal eigenda Expectus síðan 2018,“ segir Reynir. Expectus var stofnað árið 2009 og hjá fyrirtækinu starfa nú yfir 30 sérfræðingar á sviði stjórnunar, reksturs, tækni og hugbúnaðargerðar .
Share by: