Cubus sameinast Expectus

Stefán Rafn Stefánsson, framkvæmdastjóri Cubus, Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus, Ragnar Þórir Guðgeirsson, stjórnarformaður Expectus og Andri Páll Heiðberg, stjórnarformaður og ráðgjafi hjá Cubus.

Ráðgjafarfyrirtækið Expectus hefur gengið frá kaupum á viðskiptagreindarhluta Cubus.

Expectus hefur gengið frá kaupum á viðskiptagreindarhluta Cubus. Bæði félög hafa unnið með lausnir á sviði viðskiptagreindar, áætlanagerðar, greininga og skýrslugerðar undanfarin ár.


Með kaupunum er gert ráð fyrir að þrír starfsmenn Cubus á þessu sviði bætist við hóp Expectus. Einnig fylgja kaupunum hugbúnaðarlausnir sem Cubus hefur þróað eða verið endurseljandi að á Íslandi.

„Það er ánægjulegt að fá Andra Pál og félaga til liðs við okkur. Það styrkir teymið okkar að fá reynslumikla sérfræðinga á þessu sviði sem hafa þjónustað fjölbreyttar greinar atvinnulífsins og víkka um leið vöruframboð okkar,“ segir Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus.


„Fyrir okkar hóp er frábært að koma inn í stærra fyrirtæki á þessu sviði eins og Expectus. Með því sjáum við fram á að geta enn betur þjónustað góðan hóp viðskiptavina enda er Expectus með um 20 einstaklinga sem sinna viðskiptagreind og tengdum lausnum,“ segir Andri Páll Heiðberg, sem leitt hefur hópinn innan Cubus.

Hafðu samband

Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband eins fljótt og hægt er.

Contact Us

By Sigrún Anna October 21, 2025
Expectus hefur ráðið til sín þau Jón Bergmann, Sturlu Sæ Erlendsson og Sigrúnu Önnu Guðnadóttur. Jón Bergmann er ráðinn sem ráðgjafi í viðskiptagreind. Hann er með doktorspróf í kennilegri eðlisfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku og meistaragráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands. Jón hefur víðtæka reynslu sem gagnanörd, forritari og vísindamaður og hefur meðal annars starfað sem sérfræðingur hjá Controlant, Símanum og Veðurstofu Íslands. Þar leiddi hann meðal annars þróun á hugbúnaði fyrir greiningu og sjálfvirkni, auk þess að vinna með stórgagnalausnir og gervigreind. Sturla Sær Erlendsson er ráðinn sem ráðgjafi hjá Expectus. Hann er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og stundar nú meistaranám í framleiðsluverkfræði og stjórnun við KTH í Stokkhólmi. Sturla starfaði síðast hjá Icelandair sem sérfræðingur í Amadeus Queues og ferðaráðgjafi. Hann hefur einnig komið að rannsóknum á sviðsmyndagreiningu hjá Frumkvöðlasetri Íslands og á að baki frumkvöðlareynslu sem stofnandi og fatahönnuður fyrirtækisins/hönnunarfyrirtækisins Reykjavík Roses. Sigrún Anna Guðnadóttir er ráðin sem skrifstofustjóri Expectus. Hún er með meistaragráðu í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla. Sigrún kemur til Expectus með áralanga reynslu úr bókhaldi, launavinnslu og rekstrarráðgjöf auk sérhæfingar í stafrænni markaðssetningu. Hún starfaði síðast hjá Datera sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu og þar áður leiddi hún launadeild hjá Fastlandi. „Það er orðin krafa í nútímafyrirtækjarekstri að stjórnendur og starfsmenn geti tekið gagnadrifnar ákvarðanir byggðar á traustum rauntímaupplýsingum. Við hjá Expectus höfum síðastliðin 16 ár aðstoðað fyrirtæki og stofnanir landsins við val og innleiðingar á gagnalausnum sem styðja við þá vegferð og gerir þeim kleift að ná árangri hraðar en áður. Jón, Sturla og Sigrún eru frábær viðbót í öflugan hóp sérfræðinga hjá Expectus sem gerir okkur kleift að þjónusta okkar viðskiptavini af sama krafti og við höfum gert frá upphafi,“ segir Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus.
September 11, 2024
Ráðgjafarfyrirtækið Expectus hefur ráðið til sín tvo nýja sérfræðinga sem munu starfa að viðskiptagreindarráðgjöf. Jason Andri Gíslason er stærðfræðingur með meistaragráðu í viðskiptagreiningu frá Imperial College í London. Jason hefur reynslu af rannsóknarstörfum fyrir Háskóla Íslands auk þess að hafa starfað við viðskiptagreiningu hjá Landsvirkjun. „Ég er virkilega ánægður með að ganga til liðs við Expectus,“ segir Jason. „Expectus hefur byggt upp trausta stöðu á markaðnum með framúrskarandi þjónustu og lausnum á sviði viðskiptagreindar. Það verður spennandi að taka þátt í næstu skrefum vaxtar og framþróunar ásamt hæfileikaríku samstarfsfólki og ég hlakka til að mæta krefjandi verkefnum sem munu stuðla að enn frekari velgengni fyrirtækisins.“ Gréta Toredóttir er rekstrarverkfræðingur með meistaragráðu frá King's College í London. Starfsreynsla Grétu felst í ferlagreiningu og spálíkanagerð sem hún sinnti hjá Coripharma og KPMG en hún á einnig að baki áralangan feril sem fimleikaþjálfari. Gréta er gríðarlega spennt fyrir starfinu hjá Expectus. „Þetta fer mjög vel af stað og ég hlakka mikið til þess að takast á við krefjandi verkefni og skila viðskiptavinum okkar því gríðarlega virði sem felst í að fá skýra sýn á reksturinn sinn.“ „Það er orðin krafa í nútímafyrirtækjarekstri að stjórnendur og starfsmenn geti tekið gagnadrifnar ákvarðanir byggðar á traustum rauntímaupplýsingum. Gríðarleg þróun hefur verið í gagnalausnum undanfarin ár sem gerir fyrirtækjum kleift að ná árangri hraðar en áður. Við hjá Expectus höfum aðstoðað fyrirtæki við val og innleiðingu þessara lausna og eru þau Jason og Gréta frábær viðbót í öflugan ráðgjafahóp Expectus,” segir Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus. Expectus er ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í upplýsingatækni, rekstrarráðgjöf, stefnumótun og viðskiptagreind. Fyrirtækið var stofnað árið 2009. Nánari upplýsingar veitir Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus, í síma 867 4999 .