Þjónustan
Okkar markmið er að umbylta ákvarðanatöku íslenskra fyrirtækja með því að hjálpa þeim að móta og innleiða gagnadrifna menningu með bestu lausnum sem völ er á og hámarka þannig mælanlegan árangur.
Stefnumótun og innleiðing stefnu
Í samvinnu við stjórnendur fyrirtækja greinum við núverandi rekstrarumhverfi, mörkum stefnu fyrirtækisins og skilgreinum mælanleg markmið. Við aðstoðum við að koma stefnunni í framkvæmd með viðurkenndri aðferðarfræði og bestu hugbúnaðarlausnum sem völ er á.
- Við bjóðum upp á markvisst stefnumótunarferli sem skilar sér í skilgreindri stefnu, hlutverki, gildi og framtíðarsýn ásamt því að draga fram með skýrum hætti áherslur og markmið til næstu 5-10 ára
- Við hjálpum stjórnendum að þróa leiðtogahæfni sína með því að þjálfa þá í að hugsa stórt og aðlagast fljótt, þróa og framkvæma stefnu fyrir sín teymi, efla sitt fólk og bæta frammistöðu með aðferðarfræði byggt á 4 lykilhlutverkum leiðtoga (4ER) frá FranklinCovey
- Við styðjum við innleiðingu stefnu með skilvirkri markmiðasetningu byggt aðferðarfræði sem stuðlar að auknum árangri fyrirtækja eins og Objectives & Key Results (OKR) og Four disciplines of execution (4DX) frá FranklinCovey.
- Við gerum rekstrar- og viðskiptaáætlanir og aðstoðum við að endurhanna og innleiða áætlunarferla hjá viðskiptavinum byggt á Excel eða sérhæfðum lausnum eins og Kepion, BizView og Adaptive Planning.

4 lykilhlutverk leiðtoga (4ER) er aðferðarfræði frá FranklinCovey sem hjálpar stjórnendum að móta sýn fyrir sín teymi, framkvæma stefnu á skilvirkan hátt og efla sitt fólk.

4 grunnstoðir við framkvæmd stefnu® (4DX) er aðferðafræði frá FranklinCovey sem veitir vinnustöðum, sem leitast eftir því að efla framkvæmd stefnu, viðeigandi tól til þess að ná markmiðum með því að skapa menningu framúrskarandi frammistöðu.

Stjórnun lykilverkefna og markmiðasetning með OKR (Objectives & Key Results). Stefna viðskiptavina er framkvæmd með skýrum, sýnilegum og mælanlegum hætti.

BizView er áætlunarkerfi í skýinu sem hjálpar fyrirtækjum að straumlínulaga áætlunarferlið.

Workday Adaptive Planning áætlunar- og samstæðuuppgjörskerfi sem er talið eitt það fremsta á markaðnum samkvæmt greiningaraðilum eins og Gartner.

Kepion er áætlunakerfi sem heldur utan um allan áætlanaferilinn og auðveldar áætlanagerð þvert á allar deildir. Kepion er notað hjá tugum íslenskra fyrirtækja til þess að einfalda áætlunarferlið.
Lifandi mælikvarðar
Við hönnum skýrslur og mælaborð sem byggja á skýrum rauntímaupplýsingum. Við gerum starfsfólki fyrirtækja fært að sjá
og skilja gögnin og öðlast innsýn sem bætir ákvarðanatöku.
- Til þess að framfylgja stefnu fyrirtækja er mikilvægt að starfsfólkið sé meðvitað um markmið þeirra og hvað skal gera til að ná þeim. Við hönnum, smíðum og innleiðum gagnvirk mælaborð til að framfylgja markmiðum fyrirtækja, deilda, hópa og einstaklinga.
- Nútímagreiningarlausnir bjóða upp á ótakmarkaða möguleika í framsetningu gagna. Við erum vottaðir samstarfsaðilar Tableau og Microsoft PowerBI, sem eru tvær af bestu hugbúnaðarlausnum í heiminum í dag.
- Við bjóðum upp á verkefna- og hugbúnaðamiðuð námskeið fyrir starfsfólk fyrirtækja sem kennir því að smíða eigin greiningar og mælaborð.

Tableau hjálpar öllum að sjá og skilja gögn í gegnum gagnvirk myndræn mælaborð.

Microsoft PowerBI gerir þér mögulegt að tengjast gögnum og setja þau fram myndrænt.

Advise er íslensk hugbúnaðarlausn sem er einföld í notkun og innifelur sjálfvirkar rekstrargreiningar, sem sparar bæði tíma og fyrirhöfn.
Umsagnir viðskiptavina
Svona náðu Tandur og Rúmfatalagerinn árangri með Expectus
Meira en 30 ráðgjafar með yfir 40 vottanir frá okkar traustu samstarfsaðilum
Teva operates hundreds of data driven business processes from a mosaic of applications to ensure daily alignment of 40.000 colleagues worldwide.
Deploying the exMon Platform has helped expose the quality of our data fabric in multiple dimensions. Not only by efficiently identifying missing, wrong or late data entries in a smart designed feedback loop to data contributors, but more importantly … triggered a dialogue on how well our data can support automated workflows and tell the stories that need to be told for better decision making.
exMon
enhances the trust in our data, fuels the cycle of organizational learning and
forces the digital transformation to live up to its promise
… gain competitive advantage!
Arne Sólmundsson
Director, Infrastructure & Processes. Teva Pharmaceutical