Náðu stjórn á gögnunum

Daglegur rekstur fyrirtækja er flókinn og minnstu villur og frávik í ferlum geta valdið tjóni. Það kallast tekjuleki þegar fyrirtæki eru að innheimta rangt fyrir veitta þjónustu eða vörur, eða ef fyrirtæki eru að greiða aukakostnað eða eyða óþarfa tíma. Rannsóknir sýna að tekjuleki í fyrirtækjum sé frá 2% til 10% af veltu fyrirtækja.

Dæmi um tekjuleka eru:

  • Röng/gömul verð – Verð hafa ekki verið uppfærð eftir verðbreytingar eða gengisbreytingar.
  • Óeðlilegir afslættir – Sölufólk eða sjálfsafgreiðslulausn er að veita afslætti yfr mörkum eða eðlilegri framlegð.
  • Lagerstaða ekki uppfærð – Skil á vörum eru ekki að skila sér eðlilega inn á lager og vörurnar því ekki söluhæfar.

Exmon Samtímaeftirlit

Exmon Samtímaeftirlit er hugbúnaðarlausn sem fylgist með ferlum og gögnum fyrirtækja og tryggir að ábyrgðaraðilar viti af kostnaðarsömum mistökum um leið og þau gerast og áður en þau valda fjárhagslegu tjóni.

Stafrænt rekstrarumhverfi fyrirtækja inniheldur gríðarlegt magn af gögnum úr mismunandi kerfum. Við slikar aðstæður getur margt farið úrskeiðis sem veldur tekjuleka eða kallar á handvirkar lagfæringar.


Exmon er sjálfvirkt eftirlitskerfi sem ber kennsl á hvers kyns frávik í resktri fyrirtækja áður en þau valda fjárhagslegum skaða.

Dæmi um slíkt eru mistök í innslætti sem verður til þess að sala fer ekki rétt á reikning, brot í ferlum sem verður til þess að gengi gjaldmiðla er ekki rétt, og sviksemi. Mikið veltur á að fyrirtæki og stofnanir taki stjórn á eigin ferlum og gögnum.

Viðskiptavinir

Fjöldi fyrirtækja á Íslandi og víðar um heim nota Exmon til að tryggja rekstraröryggi og takmarka tekjuleka.

Frávikaeftirlit– Air Atlanta Icelandic


Air Atlanta verður að tryggja að allar flugvélar séu fullnýttar þar sem flugvélar í kyrrstöðu geta kostað verulegar fjárhæðir. Sigrún Inga Kristinsdóttir, umsjónarmaður Trax MRO kerfisins, útskýrir: "Þegar við fjarlægjum hluta úr flugvélinni og sendum í viðgerð, þá voru þeir of oft rangt skráðir í kerfin okkar. Þessi ruglingur olli óþarfa töfum og kostnaði. Lykillinn að lausn er að passa upp á að farið sé rétt með gögnin og ákváðum því að innleiða Exmon."

Lausnin var Exmon: Sigrún segir: "(Exmon hefur) sparað okkur töluverðan tvíverknað og hefur tryggt að flugvélar okkar séu fullnýttar. Við fáum reglulega viðbrögð frá söluaðilum okkar og viðskiptavinum um hversu góð gögnin okkar eru. Við erum stöðugt að bæta við nýjum gagnagæðaprófum til bæta ferlana okkar enn meira“. Sigrún bætir við: „Auk þess hafa innri notendur okkar verið mjög jákvæðir með þessar breytingar og við fáum stöðugt beiðnir um að setja upp nýjar stýringar.“

Vodafone á Íslandi innleiddi exMon til að styrkja gagnaferla og náði gríðarlegum árangri. Sú saga var skrásett í bók samtaka um endurskoðun í Bandaríkjunum og er kennd víðs vegar í skólum. Hægt er að lesa allt um árangur Vodafone á síðu Exmon.com.

Yfirlit yfir öll eftirlit fyrirtækisins

Nákvæmar upplýsingar um einstaka frávik