Vísindaferð í Jónshúsi 16. febrúar

Íslenskir nemendur við DTU fjölmenntu í Jónshús í Kaupmannahöfn á dögunum þegar Expectus bauð til vísindaferðar. Þetta er í annað skiptið sem starfsfólk og stjórnendur hjá Expectus leggja land undir fót og bjóða íslenskum verkfræðinemum í Kaupmannahöfn upp á pizzu og bjór. Um leið og ljúfar veigar runnu niður fræddust íslenskir háskólanemar um starfsemi Expectus og vinnustaðinn.

Hafðu samband

Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband eins fljótt og hægt er.

Contact Us

23 Apr, 2024
Nýjasta mælaborð Expectus sýnir niðurstöður úr könnunum sem gerðar hafa verið vegna komandi forsetakosninga. Mælaborðið er unnið úr gögnum frá Hagstofu Íslands, Vísir.is og Mbl.is og eru gögnin sett upp í ExmonDM og unnið í mælaborðatólinu Tableau. Notendur sjá niðurstöður kannana mismunandi miðla og geta einnig skoðað söguleg gögn um forsetakosningar á Íslandi.
18 Apr, 2024
Á aðalfundi ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækisins Expectus sem haldinn var í byrjun mars voru þau Edda Valdimarsdóttir Blumenstein og Helgi Logason tekin inn í eigendahóp Expectus. Bætast þau við þann öfluga hóp eigenda sem fyrir var en nokkur kynslóðaskipti hafa orðið í hópnum á undanförnum árum. Þannig hafa eldri ráðgjafar vikið og yngra fólk er komið inn í staðinn. „Ég er virkilega stolt og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt að vera komin í eigendahóp Expectus og er full tilhlökkunar að halda áfram að vinna að vexti fyrirtækisins í nýju hlutverki,“ segir Edda. Helgi tekur í sama streng: „Ég er fullur tilhlökkunar fyrir nýju hlutverki hjá Expectus. Það eru gríðarlega spennandi tímar fram undan í hvernig fyrirtæki geta nýtt sér gögn og nýjustu tækni og Expectus er í lykilstöðu til að leiða þá þróun.“ Expectus aðstoðar mörg af stærstu fyrirtækjum landsins við að nýta upplýsingatæknina til að taka gagnadrifnar ákvarðanir byggðar á rauntímaupplýsingum og ná þannig mælanlegum og varanlegum árangri í rekstrinum. Reynir Ingi Árnason er framkvæmdastjóri Expectus: „Við erum gríðarlega ánægð með að fá þau tvö til liðs við eigendahópinn og hlökkum til að takast á við komandi verkefni með mjög svo öflugt teymi. Það er líka sérlega ánægjulegt að fá unga konu eins og Eddu inn í þennan hóp en kona hefur ekki verið meðal eigenda Expectus síðan 2018,“ segir Reynir. Expectus var stofnað árið 2009 og hjá fyrirtækinu starfa nú yfir 30 sérfræðingar á sviði stjórnunar, reksturs, tækni og hugbúnaðargerðar .
Share by: