444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík

Verkefnastjórnun og samvinna

exPoint Project Portfolio Management er verkefnasvæði sem heldur utan um allar lykilupplýsingar verkefnis, samskipti milli aðila, nánari upplýsingar um stöðu og miðlun þeirra til hagsmunaaðila. Allt á einum stað!

Mörg fyrirtæki eru með fjölda tölvukerfa þar sem afmarkaðir hlutar verkefnaumsjónar eru leystir á mismunandi stöðum og oft og tíðum eru þau ekki samþætt til að ná fram einni sýn á verkefnið. Með exPoint Project Portfolio hafa allir hagsmunaaðilar sömu sýn og geta brugðist við frávikum og metið stöðu út frá sömu forsendum.

Vettvangur verkefnastjórans þar sem hann heldur utan um alla þræði verkefnisins á einum stað, frá stöðu, kostnaði, framvindu og til árangurs.

exPoint Project Portfolio Management > Verkefnastjórnun, vinnusvæði og samskipti

 • Yfirsýn á verkefni fyrirtækis
 • Forskráning verkefnistillagna
 • Skráning verkefna og vinnusvæði
 • Gerð verkáætlana
 • Árangursmælikvarðar
 • Skýrslugerð
 • Mín verk
 • Rafrænir verkferlar
 • Samþætting við önnur kerfi

Sýnishorn – smelltu til að sjá stærri mynd

Lausnin er hönnuð í samstarfi við íslensk fyrirtæki og tekur tillit til mismunandi þarfa starfsmanna og hlutverka. Verkefnaskráin hentar öllum skipulagsheildum sem vilja auka skilvirkni og árangur í verkefnastjórnun.

exPoint Workplace er heildstæð innranetslausn, eða vinnusvæði með helstu verkfærum fyrirtækisins.

Hægt er að fá staðlaðan pakka uppsettan skjótt og örugglega auk þess sem sérlausnir og viðbætur eru í boði þar sem möguleikarnir virðast óþrjótandi.

exPoint Workplace inniheldur m.a.:

 • Tilbúinn ramma með þarfir flestra fyrirtækja í huga
 • Vinnuumhverfi deilda/sviða og hópa
 • Miðlægt skjalasafn og skjalastýringu
 • Starfsmannaskráningu og umsjón
 • Viðburðadagatal, frídaga og orlofsskráningu
 • Viðveru og fjarvistaskráningu
 • Fréttir og tilkynningar
 • Samfélagsmiðil innan fyrirtækisins (Corporate Social Media)
 • Beiðnakerfi
 • Tækja- og búnaðarskráningu
 •  – Auk fleiri útfærslna á virkni.

Sýnishorn – smelltu til að sjá stærri mynd

exPoint Workplace tryggir upplýsingaflæði innan fyrirtækisins, eykur skilvirkni, sparar tíma og styrkir fyrirtækjamenninguna.

exPoint Boardroom er kerfið sem allar stjórnir/nefndir þurfa á að halda. Kerfið heldur utan um allt stjórnarstarf og skipulag. Meðlimir geta nálgast upplýsingar hvenær sem er og átt samskipti sín á milli.

exPoint Boardroom býður uppá:

 • Aðgengi stjórnar að helstu upplýsingum og stjórnarstarfi
 • Skjalasafn og aðgangur að eldra efni
 • Vinnusvæði ritara
 • Skjalasafn stjórnar og skráning fundagerða
 • Umræðuvettvangur stjórnar
 • Aðgengilegt hvar sem er, hvenær sem er og á mismunandi miðlum

Sýnishorn – smelltu til að sjá stærri mynd

Miðlægur samstarfsvettvangur stjórna og nefnda til miðlunar, umsjónar og varðveislu gagna og upplýsinga.

exPoint Risk Portfolio

exPoint Risk Portfolio býður uppá:

 • Yfirsýn á áhættur fyrirtækis
 • Skipulögð skráning á áhættum
 • Aðgangsstýringar út frá skilgreindum hlutverkum
 • Gerð viðbragðsáætlana (Mitigation Plans)
 • Skráning á áhættutilvikum (Risk Incidents)
 • Skýrslugerð áhættustýringar
 • Rafrænir verkferlar, samþykktar og áminningaferli
 • Samþætting við önnur kerfi (möguleiki)
 • Leiðbeiningar og verkferli áhættuskrár

Sýnishorn – smelltu til að sjá stærri mynd

Auðvelt að skilgreina ábyrgðaraðila og koma úrvinnslu og/eða lágmörkun áhrifa í viðeigandi farveg.

Nokkrar af pakkalausnum Expectus

 • exMon

  Rannsóknir sýna að algengt er að tekjutap í fyrirtækjum sé að meðaltali 1-2% af veltu. exMon er hugbúnaðarlausn sem tekur á þessum vanda - Sjáðu nánar.

 • Verkefnaskrá

  exPoint Portfolio Management er verkefnasvæði sem heldur utan um •allar lykilupplýsingar verkefnis • samskipti milli aðila • nánari upplýsingar um stöðu og miðlun þeirra til hagsmunaaðila. Allt á einum stað!

 • Úrbótavinnustofa

  Úrbótavinnustofur Expectus er frábær leið til að skapa umhverfi samvinnu og koma af stað breytingaferli. Vinnustofan er skemmtilegt verkefni þar sem auðvelt er að fá alla þátttakendur til að vera virka og koma með hugmyndir að úrbótum.

 • Kepion áætlanakerfi

  Með notkun Kepion geta fjármála- og bókhaldsteymi dregið verulega úr handvirkum innslætti og einbeitt sér sér betur að því að greina áætlanir og fylgja eftir framvindu áætlanaferilsins.

 • exCloud Viðskiptagreind

  Lausn sem opnar litlum og meðalstórum íslenskum fyrirtækjum aðgang að stjórnendaupplýsingum sambærilegum þeim sem hefur einungis verið á færi stærstu fyrirtækja að nálgast.