444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík

Viðskiptagreind

Viðskiptagreind (e. Business Intelligence) er samansafn af hugbúnaði og þjónustu, sem saman myndar lausn, sem gerir stjórnendum kleift að vinna stjórnendaupplýsingar upp úr gögnum mismundi upplýsingakerfa til þess að styðja við réttar og tímanlegar ákvarðantökur.

Stjórnendur þurfa iðulega að spyrja eftirfarandi spurninga sem stjórnendaupplýsingum er ætlað að svara:

 • Hvað hefur gerst?
 • Hvað er að gerast?
 • Afhverju?
 • Hvað mun líklega gerast?
 • Hvað gerum við þegar það gerist?

Viðskiptagreind gerir stjórnendum kleift að svara þessum spurningum á styttri tíma og því með hagkvæmari hætti en ella.

Viðskiptagreind má skipta í eftirfarandi þjónustur
Skýrslur og greiningar

Skýrslu og greiningarverkfæri Expectus birta upplýsingar á einfaldan og skiljanlegan hátt. Þannig vita stjórnendur ávallt hvar hægt er að finna þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru hverju sinni.

Við aðstoðum fyrirtæki við að koma sér upp eftirfarandi skýrslu- og greiningarlausnum:

 • Viðskiptagreindarvef (e. portal)
 • Greiningartening
 • Mælaborði
 • Gagnvirkum skýrslum
Vöruhús gagna (samþætting)

Hlutverk vöruhúss gagna er að safna saman gögnum úr mismunandi upplýsingakerfum og koma þeim á form sem hentar vel fyrir skýrslugerð. Vöruhús gagna hentar mjög vel þeim fyrirtækjum þar sem gögn eru dreifð í mörgum kerfum og henta því illa til skýrslugerðar án breytinga á þeim.

Ávinningurinn af því að hafa Vöruhús gagna er meðal annars:

 • Öll gögn á einum stað og auðvelt að samþætta gögn úr mismunandi kerfum fyrir skýrslugerð
 • Auðvelt er að útbúa aðra sýn á gögnin heldur en hægt er að fá úr undirliggjandi kerfum
 • Skýrslugerð veldur ekki álagi á undirkerfi
 • Gögn eru hreinsuð og misræmi í upplýsingum sýnilegt
 • Mikill tími sparast hjá fyrirtækjum í vinnslu upplýsinga
 • Vinnsla gagna verður umtalsvert einfaldari og ódýrari
Gæði gagna

Áreiðanleiki upplýsinga er einn af lykilþáttum í því að tryggja almenna útbreiðslu og notkun viðskiptagreindarlausna innan fyrirtækja. Til að viðhalda trausti stjórnenda á þeim upplýsingum sem unnið er með þá hefur Expectus þróað kerfi, exMon, sem hefur það hlutverk að hafa eftirlit með gæðum gagna með sjálfvirkum afstemmingum og fylgjast með flæði upplýsinga á milli og innan viðskiptakerfa.

Nánar um keyrslueftirlit með exMon.

Af hverju viðskiptagreind?

Viðskiptagreind hjálpar okkur að auka þinn ávinning með því að:

 • Aðstoða fyrirtæki að ná samkeppnisforskoti með því að breyta gögnum í verðmætar upplýsingar og birta á auðskiljanlegan máta
 • Stuðla að betri ákvarðanatöku sem studd er af áreiðanlegum gögnum
 • Geta tekið eins réttar ákvarðanir og kostur er, eins tímanlega og hægt er
 • Tryggja að sem flestar ákvarðanir séu í samræmi við stefnu og markmið fyrirtækisins
 • Einfalda vinnu starfsmanna töluvert þar sem hægt er að sjálfvirknivæða tímafrekna handvirka skýrslugerð
 • Sníða skýrslur að þörfum hvers og eins starfsmanns með litlum tilkostnaði

Hvenær hentar viðskiptagreind?

Viðskiptagreind hentar meðal annars þegar:

 • Erfitt er að fá tölulegar upplýsingar úr rekstri
 • Of mikill tími fer í að vinna skýrslur
 • Mælanlegan árangur vantar í fyrirtækinu
 • Grunnkerfi styðja illa við skýrslugerð
 • Vantar mælingu á framlegð eftir, til dæmis, viðskiptavinum og vörum
 • Of langan tíma tekur að ganga frá fjárhagsuppgjöri
 • Tengja þarf saman lykilforsendur við rekstrarniðurstöður (til dæmis tekjur á stöðugildi)
Við skilum eftirfarandi:

• Vöruhúsi gagna
• Greiningarteningum
• Sérsniðnum skýrslum
• Viðskiptagreindarvef
• Mælaborðum
• Keyrslustýringu á viðskiptagreindarferlum

Umfang verkefnis

Umfangið fer eftir umfangi og fjölbreytileika gagnana sem um ræðir. Við vinnum viðskiptagreindarlausnir samkvæmt Agile hugmyndafræði og leitumst við að skila virði til viðskiptavina okkar á eins skömmum tíma og mögulegt er. Algengt viðskiptagreindarverkefni getur tekið frá 30 – 50 klst. og er unnið á 2 – 3 vikum.

Viðskiptagreind

Ráðgjöf – pakkalausnir

 • exMon

  Rannsóknir sýna að algengt er að tekjutap í fyrirtækjum sé að meðaltali 1-2% af veltu. exMon er hugbúnaðarlausn sem tekur á þessum vanda - Sjáðu nánar.

 • Verkefnaskrá

  exPoint Portfolio Management er verkefnasvæði sem heldur utan um •allar lykilupplýsingar verkefnis • samskipti milli aðila • nánari upplýsingar um stöðu og miðlun þeirra til hagsmunaaðila. Allt á einum stað!

 • Úrbótavinnustofa

  Úrbótavinnustofur Expectus er frábær leið til að skapa umhverfi samvinnu og koma af stað breytingaferli. Vinnustofan er skemmtilegt verkefni þar sem auðvelt er að fá alla þátttakendur til að vera virka og koma með hugmyndir að úrbótum.

 • Kepion áætlanakerfi

  Með notkun Kepion geta fjármála- og bókhaldsteymi dregið verulega úr handvirkum innslætti og einbeitt sér sér betur að því að greina áætlanir og fylgja eftir framvindu áætlanaferilsins.

 • exCloud Viðskiptagreind

  Lausn sem opnar litlum og meðalstórum íslenskum fyrirtækjum aðgang að stjórnendaupplýsingum sambærilegum þeim sem hefur einungis verið á færi stærstu fyrirtækja að nálgast.