444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík

Kepion áætlanakerfi

Um Kepion
Kepion áætlanakerfi er byggt á Microsoft SQL Server sem gerir fyrirtækinu þínu kleift að samþætta alla áætlanagerð og spár í eina lausn.

Með notkun Kepion geta fjármála- og bókhaldsteymi dregið verulega úr handvirkum innslætti og einbeitt sér að því sem skiptir mestu máli – Að greina áætlunina og fylgja eftir framvindu áætlanaferilsins.

1Lögð er áhersla á einfaldleika og sveigjanleika til þess að hægt sé að bregðast hratt við breyttum aðstæðum. Kepion er öflugt kerfi sem gefur

yfirsýn yfir eldri áætlanir, núverandi stöðu og uppfærðar framtíðarspár í gegnum notendavænt vefumhverfi.

Einfalt & sjónrænt notendaviðmót
Kepion býður upp á opinn striga þar sem þú getur raðað filterum, formum, gröfum, myndum, og lykilmælikvörðum (KPI) á þann hátt sem hentar 2þinni skýrslu best. Þetta gefur þér myndaræna framsetningu á bæði raungögnum og áætluðum tölum í rauntíma frá mörgum mismunandi gagnagrunnum.

Framsetning skýrslu getur verið séraðlöguð að hverju fyrirtæki með tilliti til fyrirtækjamerkis, litakóða o.fl. Notendur mælaborðsins njóta því framúrskarandi virkni Kepion í kunnuglegu umhverfi og geta treyst á að framsetning gagna er ávallt í samræmi við markaðsstefnu fyrirtækisins.

Greina & velta gögnunum

Kepion er fjárhagsskýrsluhugbúnaður sem leyfir þér að greina og velta gögnunum í gegnum mismunandi víddir. Með OLAP & Microsoft SQL tækni, getur þú kafað í gegnum mismunandi víddir gagna og borið þau saman við mismunandi tilfelli (e. Scenarios) innan þinnar fjárhagsskýrslu. Með lausnum frá Kepion getur þú á auðveldan og fljótlegan hátt búið til skýrslur og einbeitt þér að því sem skiptir mestu máli – að greina gögnin.

Í upphafi dags getur þú til dæmis litið á helstu tölur í 3rekstrarreikningi fyrirtækisins og filterað gögnin niður á ákveðið svið eða deild og greint þeirra frammistöðu nánar. Þú getur einnig filterað gögnin niður á landsvæði, sérstaka vörulínu eða þjónustu sem fyrirtækið þitt veitir. Á auðveldan og hraðvirkan hátt getur þú skoðað þau gögn sem skiptir þig mestu máli.

Gagnvirk & sjónræn greining
Það getur reynst þér erfitt að fylgjast með árangri fyrirtækisins yfir ákveðinn tíma, eða að spá nákvæmlega um lykilmælikvarða á frammistöðu (KPI). Með viðskiptagreindar-hugbúnaði Kepion getur þú fylgst með og greint sögulega þróun og sett þér nýja lykilmælikvarða.
5Kepion byggir á Microsoft tækni og notendaviðmótið er einfalt, aðgengilegt og svipar til Excel. Sem gerir þér kleift að búa til skýrslur á myndrænan hátt og veitir notendum tækifæri á að fylgjast með þeirra eigin frammistöðu.Myndræn framsetning í Kepion gerir þér kleift að koma fljótt auga á þau svæði sem innihalda áhættur og tækifæri fyrir þitt fyrirtæki.

Aðgengi að nákvæmum færslum
Auðvelt er að finna hugbúnað sem gerir þér kleift að fylgjast með ákveðnum gögnum í skýrslunum þínum og séð hvaðan þau komu, hvernig þau urðu til og fundið hvaða undirliggjandi orsakanir voru. Fyrir betri stýringu á rekstri, þarftu Kepion. Kepion færir þér ekki aðeins heildarmyndina heldur einnig tækifæri til að gefa kafað ofan í gögnin að ítarlegum færslum til að réttlæta allar ákvarðanatökur.

7Með eiginleikum Kepion getur þú auðveldega séð hvaðan raungögnin komu, séð hvað gerðist og framkvæmt „hvað-ef“ greiningar. Þú getur ekki einungis farið í gegnum mismunandi víddir að rauntölum heldur getur þú líka séð þær tölur sem liggja að baki sameinuðum niðurstöðum.

Viðskipti í mismunandi gjaldmiðlum
Það veldur oft mikilli gremju að stýra alþjóðlegu fyrirtæki þegar fyrirtækið þitt á í viðskiptum í mörgum mismunandi gjaldmiðlum. Sérstaklega reynir á að eiga við sveiflur í gengi þessara gjaldmiðla. Hversu oft hefur þú viljað að þú værir með hugbúnað sem gæti framkvæmt alla þessa útreikninga í rauntíma án allrar stjórnunar?
10Kepion veitir þér þennan hugbúnað. Kepion einfaldar alla stýringu, áætlanagerð og skýrslugerð fyrir alþjóðleg fyrirtæki. Þú getur framkvæmt alla áætlana- og skýrslugerð með rauntölum í mismunandi gjaldmiðlum. Kepion sparar ekki aðeins tíma heldur eykur einnig nákvæmni, þar sem Kepion uppfærir sjálfkrafa gengi allra gjaldmiðla að þínum þörfum.

Helstu eiginleikar:

 • Einfalt vefviðmót – Notendaviðmót Kepion er einfalt og aðgengilegt ásamt því að svipa til Excel
 • Rauntímaútreikningar – Kepion samþættir alla hluta áætlanaferilsins og skilar upplýsingum um áhrif breytinga á reksturinn strax
 • Spár (Rolling Forecast) – Kepion býður fyrirtækjum upp á að vinna með spár þar sem raungögn eru lesin sjálfvirkt inn í áætlunina úr öðrum kerfum
 • Næmnigreiningar – Kepion gerir fyrirtækjum kleift að framkvæma ýmis konar næmnigreiningar eins og að meta áhrif gengis eða verðbólgu á þróun afkomu og lykiltalna
 • Microsoft AD Öryggi – Með Kepion er hægt að halda utan um alla notendur á einum stað með einföldu viðmóti

Kerfiseiningar:

 • Tekjuáætlanir og söluspár
 • Rekstarkostnaðaráætlanir
 • Starfsmannaáætlanir
 • Fjárfestingaáætlanir
 • Efnahags- og sjóðsstreymisáætlanir
 • Mælaborð
 • Samstæðuuppgjör

Af hverju Kepion

 • Byggir á Microsoft tækni
 • Excel-umhverfi á vefnum
 • Samþættir allt ferlið
 • Auðveldar næmnigreiningar
 • Styður nýja þróun í áætlanagerð; Beyond Budgeting
 • Sjá einnig nánar á vefsíðu Kepion

Mælaborð & skorkort
Mælaborð Kepion er öflugt tól fyrir stefnumótandi stjórnun 4og frammistöðumat. Það er sérstaklega gagnlegt þegar farið er yfir frávik í fjárhagsáætlunum, við eftirlit á lykilmælikvörðum (KPI) og einnig við rauntímastjórnun á rekstri. Með Kepion, er hægt að  að sérsníða árangursskorkort að hverjum notenda og fá þær mælingar sem þú vilt án tafar. Með Kepion hefur þú sveiganleika til að sérsmíða þau mælaborð og skorkort sem eru mikilvægi þínum rekstri.

Ein sýn á gögnin
Oftar en ekki, eru þau gögn sem þú þarft geymd í mörgum mismunandi kerfum og það reynist oft erfitt að safna gögnum fyrir skýrslugerð eða greiningu. Kepion leysir þennan vanda – auðvelt er að tengjast gagnagrunnum, teningum, vöruhúsi gagna, excel skrám og eru því öll nauðsynleg gögn þér innan seilingar. Þetta gerir þér kleift að skoða rauntölur, áætlanir og spár í einu einföldu viðmóti óháð því frá því hvaða kerfi þau koma.

6Kepion sameinar allar áætlanir í eina, á einum stað. Gögnin eru öll tengd saman sem gerir deildum kleift að samræma áætlanir og sjá rauntíma uppfærslur á heildarniðurstöðu fyrirtæksins.

Þetta býður upp á skjótari og árangursríkari ákvarðanatöku sem allar deildir geta unnið sameiginlega að.

Fullkomlega samþætt áætlanagerð
Kepion veitir fullkomlega samþætt umhverfi sem bindur áætlanagerðina við grunnreikninga fyrirtækisins: Rekstrarreikning, Efnahagsreikning og Sjóðstreymi. Þetta gefur fjármáladeildinni öflugt „hvað-ef“ greiningarhæfni til að sýna fram á áhrif ákvarðana sem teknar eru t.d. nýrra fjárfestinga og ráðninga starfsmanna.

8Með Kepion er hægt að samþætta áætlanaumhverfið fyrir fyrirtækið til þess að hafa stjórn á því hvernig fastafjármunir flæða gegnum grunnreikninga fyrirtækissins. Hægt er að láta afskriftir og vaxtagjöld reiknast sjálfkrafa sem leiðir til þess að rekstrarreikningurinn og efnahagsreikningurinn uppfærast sjálfkrafa þegar nýjir fastafjármunir bætast við.

 

Sjá einnig á vefsíðu Kepion.

Ráðgjöf – pakkalausnir

 • exMon

  Rannsóknir sýna að algengt er að tekjutap í fyrirtækjum sé að meðaltali 1-2% af veltu. exMon er hugbúnaðarlausn sem tekur á þessum vanda - Sjáðu nánar.

 • Verkefnaskrá

  exPoint Portfolio Management er verkefnasvæði sem heldur utan um •allar lykilupplýsingar verkefnis • samskipti milli aðila • nánari upplýsingar um stöðu og miðlun þeirra til hagsmunaaðila. Allt á einum stað!

 • Úrbótavinnustofa

  Úrbótavinnustofur Expectus er frábær leið til að skapa umhverfi samvinnu og koma af stað breytingaferli. Vinnustofan er skemmtilegt verkefni þar sem auðvelt er að fá alla þátttakendur til að vera virka og koma með hugmyndir að úrbótum.

 • Kepion áætlanakerfi

  Með notkun Kepion geta fjármála- og bókhaldsteymi dregið verulega úr handvirkum innslætti og einbeitt sér sér betur að því að greina áætlanir og fylgja eftir framvindu áætlanaferilsins.

 • exCloud Viðskiptagreind

  Lausn sem opnar litlum og meðalstórum íslenskum fyrirtækjum aðgang að stjórnendaupplýsingum sambærilegum þeim sem hefur einungis verið á færi stærstu fyrirtækja að nálgast.