444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík

Upplýsingatækniráðgjöf

Expectus upplýsingatækniráðgjöf aðstoðar fyrirtæki við að stilla saman stefnudrifin markmið fyrirtækisins við ákvarðanatöku.  Við greinum vel þarfir fyrirtækja og komum með raunhæfar áætlanir að lausnum sem við skilum á réttum tíma. Upplýsingatækniráðgjafar hafa unnið fjölda verkefna tengd viðskiptagreind, hugbúnaðarþróun og rekstri upplýsingakerfa.

Upplysingataekni

Hvað gerir Expectus upplýsingatækniráðgjöf?

 • Við þarfagreinum og komum með raunhæfar lausnir sem tryggja árangur
 • Við hönnum arkitektúr upplýsingakerfa
 • Við búum til mælaborð, skorkort, skýrslur og greiningarverkfæri
 • Við samþættum gögn úr mismunandi kerfum
 • Við finnum tekjuleka og villur í ferlum
 • Við breytum gögnum í þekkingu

Hvenær ættir þú að leita til Expectus?

Expectus veitir ráðgjöf og beitir fjölbreyttum aðferðum sem nýtast öllum fyrirtækjum og stofnunum á öllum þroskastigum.

Leitaðu til okkar þegar:

 • Þarft að velja og innleiða viðskiptagreindarkerfi (BI)
 • Það vantar betri innsýn inn í reksturinn
 • Það þarf að auka skilvirkni ferla
 • Misræmi er í gögnum milli kerfa
 • Þú vilt fækka villum í skýrslum
 • Þú vilt að reksturinn sé í samræmi við markmið fyrirtækisins
 • Þú vilt nýta starfsfólkið betur
 • Þú hefur ekki tíma til að gera allt á eigin spýtur

Af hverju ættir þú að leita til Expectus?

Þú ættir að leita til Expectus vegna þess að:

 • Við höfum reynsluna til að tryggja að verkefni séu unnin faglega og á áætluðum tíma
 • Við höfum breiða reynslu á flestum sviðum upplýsingatækni
 • Við erum gullvottaðir samstarfsaðilar Microsoft í Business Intelligence

Nokkrar af pakkalausnum Expectus

 • exMon

  Rannsóknir sýna að algengt er að tekjutap í fyrirtækjum sé að meðaltali 1-2% af veltu. exMon er hugbúnaðarlausn sem tekur á þessum vanda - Sjáðu nánar.

 • Verkefnaskrá

  exPoint Portfolio Management er verkefnasvæði sem heldur utan um •allar lykilupplýsingar verkefnis • samskipti milli aðila • nánari upplýsingar um stöðu og miðlun þeirra til hagsmunaaðila. Allt á einum stað!

 • Úrbótavinnustofa

  Úrbótavinnustofur Expectus er frábær leið til að skapa umhverfi samvinnu og koma af stað breytingaferli. Vinnustofan er skemmtilegt verkefni þar sem auðvelt er að fá alla þátttakendur til að vera virka og koma með hugmyndir að úrbótum.

 • Kepion áætlanakerfi

  Með notkun Kepion geta fjármála- og bókhaldsteymi dregið verulega úr handvirkum innslætti og einbeitt sér sér betur að því að greina áætlanir og fylgja eftir framvindu áætlanaferilsins.

 • exCloud Viðskiptagreind

  Lausn sem opnar litlum og meðalstórum íslenskum fyrirtækjum aðgang að stjórnendaupplýsingum sambærilegum þeim sem hefur einungis verið á færi stærstu fyrirtækja að nálgast.