444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík
Hlutverk Expectus

Við aðstoðum viðskiptavini á fyrirtækjamarkaði við að nýta þekkingu og upplýsingatækni til að auka hæfni þeirra, móta stefnu og koma áherslum í framkvæmd og skila þannig mælanlegum árangri.

Gildi Expectus

Gildin okkar eru kraftur, heiðarleiki og samvinna. Kraftur stendur fyrir það að við erum frumkvæðismiðuð í öllu sem við gerum, leysum vandamál hratt og vel, tökum ábyrgð á eigin frammistöðu og stöndumst tímaáætlanir. Heiðarleikinn þýðir að við fylgjum lögum og reglum, fylgjum sannfæringu okkar, seljum ekki lausnir sem skila ekki árangri, viðurkennum mistök og allur innri rekstur er opinn og gagnsær. Samvinna einkennir allt okkar starf, bæði innan fyrirtækisins og gagnvart viðskiptavinum. Við erum meðvituð um vægi þess að virkja ágreining með gagnkvæmri virðingu og trausti, gefum okkur tíma til að hlusta, miðlum af eigin reynslu og hjálpum hvert öðru.

Framtíðarsýn Expectus

Við verðum þekkt alþjóðlega sem fyrirmynd annarra þekkingarfyrirtækja* fyrir að skila viðskiptavinum okkar framúrskarandi árangri og óviðjafnanlegu virði, tæknilega leiðandi á okkar sviði og stjórnunarleg fyrirmynd meðal jafningja. Lausnir okkar þykja leiðandi, skila framúrskarandi virði og eru gríðarlega eftirsóttar, við höfum áunnið okkur virðingu jafningja okkar, við erum stolt af fyrirtækinu okkar og besta og efnilegasta fólkið leitar eftir því að starfa með okkur. Starfsfólkið lýsir því yfir að það vilji hvergi annarsstaðar vinna. Við leggjum okkur fram vegna þess að við viljum það. Bæði starfsmenn og viðskiptavinir vitna um það að við höfum snert líf þeirra á jákvæðan hátt. Við öflum nýrrar þekkingar með markvissum hætti, sækjum bestu lausnir hvaðanæva að, aðlögum þær okkar staðbundnu aðstæðum og gerum þær jafnvel enn betri.

*(Þekkingarfyrirtæki skapa, dreifa, afhenda og selja hugverk til einstaklinga eða skipulagsheilda)

Samfélagsleg ábyrgð

Við hjá Expectus leggjum okkur fram um að vera samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Markmið okkar er að stunda ábyrga starfshætti í hvívetna og skila virði til þess samfélags sem við störfum í, hvort sem um er að ræða til viðskiptavina, samstarfsaðila, starfsmanna, nágranna eða náttúru og umhverfis. Við höfum einsett okkur að nýta sérþekkingu okkar til að gefa til baka til samfélagsins á sviðum þar sem kjarnahæfni okkar nýtist sem best. Hluti af því er að greiða fyrir því að starfsmenn okkar sinni kennslu og fræðslustarfi. Við höfum ákveðið að hver starfsmaður fái tækifæri til að nýta tvo vinnudaga á ári til að sinna samfélagsverkefnum að eigin vali á kostnað Expectus. Ef þú hefur hugmynd að slíku verkefni þar sem sérþekking okkar myndi nýtast við þjónustu við samfélagið þá endilega hafðu samband við okkur.

Hvar erum við?

expectus-hus
Vegmúli 2 (3. hæð)
108 Reykjavík

Hvað segja viðskiptavinir okkar um okkur?