444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík

Stefnumótun

Expectus hefur komið að ótal stórum og mikilvægum stefnumótunarverkefnum í gegnum tíðina, með fyrirtækjum, félagasamtökum, sveitarfélögum og ríkisstjórnum. Við notum viðurkenndar aðferðir sem henta íslenskum skipulagsheildum og eru bæði hraðvirkar og hagstæðar.

Stefnumótunarferlið er unnið þvert á fyrirtækið og er oftast á ábyrgð forstjóra eða stjórnar með aðstoð utanaðkomandi ráðgjafa. Mikilvægum spurningum er svarað sem skerpir fókus allra starfshópa og yfirstjórnar og skapar fyrirtækinu forskot með markvissri stjórnun aðfanga til lengri tíma litið.

Úr stefnumótun kemur leikáætlun til að rækta reksturinn, skilgreina markaðsstöðu, laða að viðskiptavini, uppfylla væntingar þeirra og ná settum markmiðum.

Stefnumótun Expectus skilar:

 • Hlutverki
 • Framtíðarsýn
 • Gildum
 • Skipulagi
 • Úrbótatækifærum
 • Mælanlegum markmiðum
 • Stefnu og leiðum að markmiðum
 • Ítarlegri innri og ytri greiningu
 • Lykilhæfni
 • Viðskiptatækifærum (Concepts)
 • Aðgerðaráætlun um það hvernig stefnu er hrundið í framkvæmd

Hvenær hentar stefnumótun?

 • Reksturinn er undir væntingum
 • Skerpa þarf á hlutverki og/eða framtíðarsýn
 • Arðsemi rekstrarins er óviðunandi
 • Þú vilt ná betri árangri í markaðssetningu og sölu
 • Þú vilt nýta starfsfólkið betur
 • Þú vilt setja þér ögrandi markmið
 • Þú vilt fá nýjar hugmyndir um það hvernig fyrirtækið getur vaxið

Expectus hefur unnið hörðum höndum að því að byggja upp sérstöðu í innleiðingu stefnu og er m.a. í góðu samstarfi við Franklin Covey á Íslandi og notast við aðferðafræði þeirra í þessum efnum. Aðferðafræðin nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í innleiðingu stefnu og byggir á hinni stórgóðu metsölubók The 4 Disciplines of Excecution.

Expectus býður bæði uppá sérútbúnar ráðgjafalausnir sem og tilbúnar pakkalausnir sem eru byggðar á þörfum íslenskra fyrirtækja og þjónustu við þau um áratugaskeið.

Nýlegar rannsóknir Franklin Covey í samstarfi við Ram Charan og Jim Collins hafa leitt í ljós að aðalástæðan fyrir því að fyrirtæki ná ekki framúrskarandi árangri er ekki skortur á góðri stefnumótun heldur vangeta til að hrinda stefnunni í framkvæmd.
Þessar rannsóknir sýna að starfsmenn nota aðeins 49% af vinnutíma sínum til að vinna að verkefnum sem tengjast mikilvægustu stefnumarkandi áherslum fyrirtækisins.

Aðferðafræði Expectus við innleiðingu stefnu

 • Greining og forgangsröðun markmiða og verkefna sem best styðja við stefnu félagsins
 • Skilgreining á hlutverkum og markmiðum einstakra eininga í takt við stefnu félagsins
 • Þjálfun stjórnenda í aðferðafræði innleiðingar
 • xQ mæling, alþjóðlegt mælitæki á getu stjórnenda til að hrinda stefnu í framkvæmd (gerð fyrir og eftir)

Hvenær hentar ráðgjöf í innleiðingu stefnu?

 • Stefnumótun er nýlokið
 • Þegar stjórnendur verð þess áskynja að árangur er undir væntingum
 • Við röskun á innra starfi, s.s. við samruna, kaup eða sölu á hluta starfseminnar
 • Breytingar verða í ytra umhverfi fyrirtækja eða stofnana sem þarf að bregðast við

Lykilþættir til árangurs við innleiðingu stefnu:

• Greining á mikilvægustu markmiðum félagsins um bættan árangur
• Skilgreining á mikilvægustu verkefnunum sem styðja við mikilvægustu markmiðin
• Greining á hlutverkum og markmiðum einstakra deilda í takt við stefnu félagsins
• Að allir starfsmenn vita hvaða hlutverki þeir gegna í heildarmyndinni
• Þjálfun stjórnenda í að halda utan um mikilvægustu verkefnin með markvissum hætti
• Mat á framförum stjórnenda fyrirtækisins til innleiðingar stefnu bæði fyrir og eftir

expectus-3658

Nokkrar af pakkalausnum Expectus

 • exMon

  Rannsóknir sýna að algengt er að tekjutap í fyrirtækjum sé að meðaltali 1-2% af veltu. exMon er hugbúnaðarlausn sem tekur á þessum vanda - Sjáðu nánar.

 • Verkefnaskrá

  exPoint Portfolio Management er verkefnasvæði sem heldur utan um •allar lykilupplýsingar verkefnis • samskipti milli aðila • nánari upplýsingar um stöðu og miðlun þeirra til hagsmunaaðila. Allt á einum stað!

 • Úrbótavinnustofa

  Úrbótavinnustofur Expectus er frábær leið til að skapa umhverfi samvinnu og koma af stað breytingaferli. Vinnustofan er skemmtilegt verkefni þar sem auðvelt er að fá alla þátttakendur til að vera virka og koma með hugmyndir að úrbótum.

 • Kepion áætlanakerfi

  Með notkun Kepion geta fjármála- og bókhaldsteymi dregið verulega úr handvirkum innslætti og einbeitt sér sér betur að því að greina áætlanir og fylgja eftir framvindu áætlanaferilsins.

 • exCloud Viðskiptagreind

  Lausn sem opnar litlum og meðalstórum íslenskum fyrirtækjum aðgang að stjórnendaupplýsingum sambærilegum þeim sem hefur einungis verið á færi stærstu fyrirtækja að nálgast.