Sigríður Þorláksdóttir
fru-sigga

Sigríður Þorláksdóttir

Innri þjónusta

Starfsreynsla:
Sigríður, eða frú Sigga eins og hún er kölluð hér í Expectus, hefur marga fjöruna sopið. Hún hefur unnið við ýmis störf, barnapössun, umönnun aldraðra og hjá Skólamat á árunum 2014-2016. Lengst af vann hún hjá Tollstjóranum í Reykjavík, eða frá 1982 – 2002, sem gjaldkeri og deildarstjóri afgreiðslu, farmskrár og skráningu.

Annað:

Sigríður hefur farið mjög víða, en auk þess að ferðast mikið um Ísland hefur hún farið keyrandi, siglandi, gangandi og hjólandi um hinar ýmsu heimsálfur, Evrópu, Asíu og Afríku. Hún hefur mikið ferðast um Norðurlöndin, fyrrum Austantjaldslöndin, sem og Marókkó, Indland og Austurlönd. Hún er mikil útvistarmanneskja og er í gönguhópi, en með því góða fólki hefur hún bæði gengið og hjólað í 23 ár. Þá stundar frú Sigga jóga mjög reglulega.

Sigríður hefur verið mjög virk í Lionsklúbbnum Ýr í Kópavogi allar götur síðan 1984 og hefur þar gegnt trúnaðarembættum sem formaður, gjaldkeri, ritari, formaður nefnda og svæðisstjóri svæðis 8.