Ragnar Þórir Guðgeirsson
ragnarthorir

Ragnar Þórir Guðgeirsson

Ráðgjafi

Menntun:
Löggilding í endurskoðun 1992
Cand Oecon í viðskiptafræði 1989

Starfsreynsla:
Ragnar hefur stýrt verkefnum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins á sviði stefnumótunar, skipulagsvinnu, fjármála og breytingarstjórnunar. Hann hefur mikla reynslu á sviði endurbóta á ferlum, þróunar stjórnunarupplýsinga og notkunar upplýsingatækni til hagræðingar í rekstri. Reynsla Ragnars á sviði stjórnunar og fjármálaþekking hans sem endurskoðanda hafa skapað honum sérstöðu sem nýtist vel í flóknum verkefnum á sviði fjárhagslegrar endurskipulagningar og við kaup og sölur fyrirtækja.

2007-2009

Sjálfstætt starfandi ráðgjafi í stefnumótun, viðskiptaþróun og rekstrarlegri endurskipulagningu. Einkum í heilbrigðismálum og fyrir fyrirtæki í orku- og fjármálageiranum. Átti á tímabilinu stutta dvöl í SPRON en hætti í tengslum við samþykkt samruna SPRON við Kaupþing.

2004-2007
Leiddi hóp stjórnenda KPMG Ráðgjafar við kaup á starfseminni út úr KPMG og sameiningu við IMG sem síðar fékk nafnið Capacent. Stýrði fjárhagslegri endurskipulagningu sameinaðs félags og tók síðan við ráðgjafarstarfseminni á Íslandi. Sinnti samhliða ráðgjöf í stefnumótun og skipulagsmálum. Annaðist á síðasta árinu hjá Capacent forstjórastarf i á Íslandi og stjórnarformennsku dótturfélags Capacent í Danmörku.

1998-2004
Veitti ráðgjafarsviði KPMG forstöðu frá upphafi og stýrði innri tölvudeild samhliða. Varð framkvæmdastjóri KPMG Ráðgjafar við stofnun þess árið 2000. Sinnti ráðgjafarstörfum samhliða stjórnun m.a. verkefnum sem snéru að stefnumótun og innleiðingu á upplýsingatækni, ferlagreiningum, fjármálum og skipulagsmálum.

1989-1997
Starfaði við endurskoðun og reikningsskil hjá KPMG, mest við fyrirtæki í blandaðri starfsemi; verslun, framleiðslu og þjónustu en síðari árin einnig fyrirtæki í fjármálaþjónustu. Vann að rafrænu skattframtali með embætti ríkisskattstjóra og átti þátt í stofnun skattanefndar, sem síðar varð skattasvið KPMG. Stofnaði hóp um tölvuendurskoðun innan KPMG og stýrði þeirri þjónustu. Meðeigandi í KPMG á Íslandi frá árinu 1997.

Annað:
Kennari í reikningshaldi og rekstrarbókhaldi við meistaranám Háskólans í Reykjavík 2001-2003.
Formaður Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga 2003-2005.
Formaður Ungmennafélagsins Fjölnis 2007-2009.