Kristinn Már Magnússon
expectus-4207

Kristinn Már Magnússon

Ráðgjafi

Starfsreynsla:

Kristinn hefur mikla reynslu af innleiðingu viðskiptagreindar hjá stórum og meðalstórum fyrirtækjum. Hann hefur mikla reynslu af þróun á vöruhús gagna, OLAP teningum, skýrslum  og myndrænni framsetningu upplýsinga. Hann leggur áherslu á að sem flestar ákvarðanir innan fyrirtækja séu byggðar á réttum og áreiðanlegum upplýsingum. Síðustu ár hefur Kristinn einbeitt sér aðallega að innleiðingu viðskiptagreindar með Microsoft SQL Server, Microsoft Sharepoint og Microsoft Excel. 

2008-2009
Ráðgjafi á sviði stjórnendaupplýsingakerfa hjá Capacent Ráðgjöf en sú eining hefur sérhæft sig í þjónustu við Cognos og Microsoft lausnir. Leiddi þróun og innleiðingu á Microsoft lausnum hjá viðskiptavinum Capacent.

2007-2008
Verkefnisstjóri við stjórnendaupplýsingakerfi Askar Capital fjárfestingarbanka. Kom að hönnum og innleiðingu á heildar stjórnendaupplýsingakerfi félagsins í Microsoft BI lausnum ofan á SAP.

2003-2007
Starfaði í upplýsingatæknideild Actavis Group við innleiðingu á alþjóðlegu áætlana- og stjórnendaupplýsingakerfi félagsins sem byggði á lausnum frá Cognos. Kerfið fólst í heildarlausn á sviði stjórnendaupplýsinga fyrir öll félög innan Actavis í yfir 30 löndum og studdi lykilferli við upplýsingavinnslu félagsins s.s. skýrslugerð, greiningu upplýsinga og áætlanagerð.

1997-2003
Vann við þróun á sjúkraskrárkerfi Sögu hjá eMR hugbúnaði. Kerfið er útbreiddasta sjúkraskrárkerfi landsins og notað á flestum heilbrigðisstofnunum í opinberum rekstri.

Annað:
Hefur mikla reynslu af þróun í ýmsum forritunarmálum. Er með umfangsmikla þekkingu á sviði viðskiptagreindar og hefur unnið að slíkum verkefni í Microsoft, Oracle og Cognos. Þekkir vel til lykilþátta og -hugtaka í kerfum sem styðja starfsemi í fjármála-, framleiðslu-, sölu-, þjónustu- og heilbrigðisstarfsemi.
Er með vottun í Prince2 verkefnastjórnun og sem ScrumMaster Í SCRUM aðferðarfræðinni.