Helgi Hrafn Halldórsson
expectus-4108

Helgi Hrafn Halldórsson

Ráðgjafi

Menntun:
B.Sc. í tölvunarfræði fra Háskólanum á Akureyri 2006

Starfsreynsla:

Helgi hefur unnið við hugbúnaðarþróun til margra ára og hefur mikla reynslu af forritun og hönnun gagnagrunna. Á árunum 2010 – 2013 vann hann sem verkefna- og þróunarstjóri hjá Stefnu ehf þar sem hann skipulagði verkefni, verkferla og lagði skýrar reglur um verkbókhald og upplýsingaöflun. Hann stýrði líka stærri verkefnum fyrir viðskiptavini eins og bókunarkerfi fyrir ferðaþjónustu og uppfærslu á sjónvarpslausn Vodafone.

2005 – 2010
Forritari hjá Þekkingu hf og Stefnu ehf og vann við þróun hugbúnaðar fyrir Bændasamtök Íslands. Meðal annars afurðakerfi ráðunauta og miðlægt skýrsluhaldskerfi kúabænda.

Annað:
Auk fleiri verkefna hefur Helgi verið virkur í félagsmálum og til að mynda sat hann í stjórn Félagi stúdenta við Háskólann á Akureyri. Hann hefur spilað körfubolta með Íþróttafélaginu Þór á Akureyri og sá um innleiðingu beinna útsendinga á netinu hjá þeim. Í dag er hann spilandi aðstoðarþjálfari hjá meistarflokki Fjölnis í körfubolta.