Gunnar Steinn Magnússon
expectus-7221

Gunnar Steinn Magnússon

Framkvæmdastjóri

Menntun:

MBA nám frá Háskólanum í Reykjavík 2017
M.Sc. í tölvunarfræði frá Denmarks
Technical University (DTU) 2005
B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands 2003

Starfsreynsla:
Gunnar Steinn hefur starfað við hugbúnaðarþróun í yfir 10 ár og hefur mikla reynslu á þróun viðskiptahugbúnaðar í Microsoft .Net umhverfi. Hann hefur stjórnað fjölmörgum verkefnum frá þarfagreiningu til innleiðingar og hefur snert flestar hliðar hugbúnaðar.

2009 – núverandi
Gunnar Steinn hefur starfað hjá Expectus frá árinu 2009. Fyrstu árin leiddi hann hugbúnaðarþróun félagsins sem þróar lausnirnar exMon og exTables. Haustið 2018 tók hann við sem framkvæmdastjóri Expectus.

2009
Hugbúnaðarsérfræðingur hjá Betware. Þróaði fjárhættuspil fyrir Íslenska Getspá og Danske Spil,
bæði veflausnir sem og bakendakerfi.

2006-2008
Vann við hugbúnaðarþróun fyrir Verðbréfasvið Landsbankans. Hannaði og þróaðir lausnir til greiningar á verðbréfasöfnum fyrir starfsmenn Landsbankans sem og eigendur safnanna. Hannaði og þróaði lausnir fyrir verðbréfaviðskipti kúnna og miðlara bankans. Sá um þróun frá gagnagrunni uppí annað hvort veflausn eða Windows forrit með sameiginlegan bakenda í gegnum SOA. Öll þróun fór fram í .NET umhverfinu með Oracle eða Microsoft SQL server bakenda.

2002-2006
Vann við hugbúnaðarþróun hjá Modernus ehf. Hannaði og þróaði lausnir á sviði vefmælinga, vefvöktunar sem og kerfi fyrir rauntímasamskipti milli kúnna og starfsmenn fyrirtækja í gegnum vefinn. Lausnirnar fólu í sér mikla gagnagrunnsvinnslu sem og framsetningu og greiningu á gögnum. Aðstoðaði við rekstur og uppsetningu á Linux vefþjónum og MySQL gagnagrunnum.

Annað:
Hefur reynslu í Agile þróunarumhverfi og við TDD hugbúnaðarþróun.
Er Microsoft Certified Technology Specialist (MCTS) í .NET umhverfi.