Garðar Ingi Reynisson
gardar-ingi

Garðar Ingi Reynisson

Ráðgjafi

Menntun:
M.Sc í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2017
B.Sc í hátækniverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2015
Sveinspróf í rafvirkjun 2008

Starfsreynsla:

Garðar er sérfræðingur í áætlanagerð hjá Expectus og hlutverk hans er að útbúa fyrsta flokks lausnir fyrir viðskiptavinina. Á síðari hluta framhaldsnámsins starfaði Garðar sem dæmatímakennari hjá Háskólanum í Reykjavík. Þar kenndi hann verkfræðinemum á fyrsta ári Eðlisfræði 1 og Eðlisfræði 2. Á sumrin hefur hann starfað sem rafvirki, mest hjá Íslenskum Aðalverktökum. Þá var Garðar gjaldkeri hjá nemendafélaginu Meistaraverk 2015 til 2017.

Garðar hefur mikla andstyggð á allri sóun á hvaða formi sem er og hefur mikla ástríðu fyrir að straumlínulaga allt milli himins og jarðar þegar tækifæri gefst til.

Annað:

Garðar er lifandi þversögn því hann hefur brennandi áhuga á trúmálum þrátt fyrir að vera trúlaus. Helstu áhugamál eru þó tækni & vísindi, tónlist, íþróttir, kvikmyndir og himingeimurinn. Helstu fyrirmyndir eru Richard Feynman, Elon Musk, Richard Dawkins og Neil deGrasse Tyson.