444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík

Sala og markaðssetning

Meginmarkmið markvissrar stjórnunar viðskiptatengsla er ávallt að hámarka hag hluthafa (e. shareholder value) með því að nálgast viðskiptasambandið með það í huga að:
• auka tekjur
• lækka kostnað
• nýta betur eignir
• lágmarka áhættu

Stjórnun viðskiptatengsla hentar m.a. þegar:

 • Unnið er að því að auka virði (e. shareholder value) fyrirtækisins
 • Þú vilt vita hvers konar viðskiptavini þú átt að laða í viðskipti
 • Auka þarf tekjur fyrirtækisins
 • Lækka þarf kostnað án áhrifa á framtíðararðsemi

Ráðgjafar Expectus skila m.a. eftirfarandi:

 • Greiningu, útfærslu og innleiðingu á aðferðafræði til að flokka viðskiptavini í skilgreinda hópa (s.s. eftir æviskeiði og virði).
 • Skilgreiningum á markhópum og þjónustustigi fyrir hvern markhóp.
 • Útfærslu og innleiðingu á aðferðafræði og lausnum til að greina viðskiptavinahópa nánar, s.s. brottfallsgreiningu og spálíkönum.
 • Aðlögun þjónustustigs, þjónustuframboðs og vöruframboðs að nýrri markhópagreiningu fyrirtækisins.

mjo

Árangursrík þjónustustjórnun skilar fyrirtækjum mikilvægu samkeppnisforskoti auk jákvæðra áhrifa á ánægju starfsfólks og viðskiptavina. Ánægðir viðskiptavinir eru líklegri til að kaupa meira af vöru/þjónustu fyrirtækisins og starfsfólk eru að jafnaði ánægðari og starfsmannavelta minni.
Rannsóknir sýna að vipskiptavinir sem upplifa góða þjónustu eru arðsamari, tryggari og líklegri til að mæla með fyrirtækinu og þjónustu þess.

Hvort sem um opinberar stofnanir eða fyrirtæki er að ræða þá horfum við til þjónusturáðanna sjö samhliða þörfum stofnunarinnar/fyrirtækisins.

Þjónusturáðin sjö

 • Varan og sérstaða hennar
 • Dreifing, dreifileiðir og tímasetningar
 • Verðlagning og virðisjafnan
 • Kynning og uppfræðsla
 • Þjónustuferlin
 • Áþreifanlegir þættir og útlit
 • Starfsfólk og stjórnun

Hvenær hentar þjónustustjórnun?

 • Þú þarft að öðlast skilning á því hvaða þættir þjónustunnar hafa mesta fylgni við heildaránægju
 • Kostnaðurinn við að veita þjónustuna er of mikill
 • Ákveða þarf hversu langt á að ganga í þjónustuúrbótum
 • Uppgötva þarf hvað á að gera til að tryggja ánægðustu viðskiptavinina
 • Skilja þarf þær áskoranir sem felast í því að veita þjónustu og hvernig á að yfirvinna þær
 • Þú glímir við brottfall viðskiptavina
 • Þarf að tryggja að tekið sé á þjónustubrestum
 • Þú þarft að skerpa á þjónustustefnunni
 • Viðskiptavinirnir segja að starfsfólkið veiti ekki framúrskarandi þjónustu

Við hjá Expectus tryggjum þátttöku sem flestra starfsmanna með árangursríkum vinnuferlum sem hafa sannað gildi sitt í íslensku starfsumhverfi. Við skilum eftirfarandi:

• Þjónustustefnu sem tekur til þjónusturáðanna sjö
• Endurhönnuðum þjónustuferlum
• Starfsfólki sem skilur eðli þjónustuveitingarinnar
• Þjálfuðu framlínustarfsfólki
• Ferli sem tryggir stöðugar úrbætur
• Mælanlegum markmiðum
• Stefnu og leiðum að markmiðum
• Aðgerðaráætlun um það hvernig stefnu er hrundið í framkvæmd

expectus-3564

Nokkrar af pakkalausnum Expectus

 • exMon

  Rannsóknir sýna að algengt er að tekjutap í fyrirtækjum sé að meðaltali 1-2% af veltu. exMon er hugbúnaðarlausn sem tekur á þessum vanda - Sjáðu nánar.

 • Verkefnaskrá

  exPoint Portfolio Management er verkefnasvæði sem heldur utan um •allar lykilupplýsingar verkefnis • samskipti milli aðila • nánari upplýsingar um stöðu og miðlun þeirra til hagsmunaaðila. Allt á einum stað!

 • Úrbótavinnustofa

  Úrbótavinnustofur Expectus er frábær leið til að skapa umhverfi samvinnu og koma af stað breytingaferli. Vinnustofan er skemmtilegt verkefni þar sem auðvelt er að fá alla þátttakendur til að vera virka og koma með hugmyndir að úrbótum.

 • Kepion áætlanakerfi

  Með notkun Kepion geta fjármála- og bókhaldsteymi dregið verulega úr handvirkum innslætti og einbeitt sér sér betur að því að greina áætlanir og fylgja eftir framvindu áætlanaferilsins.

 • exCloud Viðskiptagreind

  Lausn sem opnar litlum og meðalstórum íslenskum fyrirtækjum aðgang að stjórnendaupplýsingum sambærilegum þeim sem hefur einungis verið á færi stærstu fyrirtækja að nálgast.