444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík

Rekstur

Árangursrík þjónustustjórnun skilar fyrirtækjum mikilvægu samkeppnisforskoti auk jákvæðra áhrifa á ánægju starfsfólk og viðskiptavini. Ánægðir viðskiptavinir eru líklegri til að kaupa meira af vöru/þjónustu fyrirtækisins og starfsfólk eru að jafnaði ánægðari og starfsmannavelta minni.

Rannsóknir sýna að vipskiptavinir sem upplifa góða þjónustu eru arðsamari, tryggari og líklegri til að mæla með fyrirtækinu og þjónustu þess.

Hvort sem um opinberar stofnanir eða fyrirtæki er að ræða þá horfum við til þjónusturáðanna sjö samhliða þörfum stofnunarinnar/fyrirtækisins.

Þjónusturáðin sjö

 • Varan og sérstaða hennar
 • Dreifing, dreifileiðir og tímasetningar
 • Verðlagning og virðisjafnan
 • Kynning og uppfræðsla
 • Þjónustuferlin
 • Áþreifanlegir þættir og útlit
 • Starfsfólk og stjórnun

Hvenær hentar þjónustustjórnun?

 • Þú þarft að öðlast skilning á því hvaða þættir þjónustunnar hafa mesta fylgni við heildaránægju
 • Kostnaðurinn við að veita þjónustuna er of mikill
 • Ákveða þarf hversu langt á að ganga í þjónustuúrbótum
 • Uppgötva þarf hvað á að ger til að tryggja ánægðustu viðskiptavinina
 • Skilja þarf þær áskoranir sem felast í því að veita þjónustu og hvernig á að yfirvinna þær
 • Þú glímir við brottfall viðskiptavina
 • Þarf að tryggja að tekið sé á þjónustubrestum
 • Þú þarft að skerpa á þjónustustefnunni
 • Viðskiptavinirnir segja að starfsfólkið veiti ekki framúrskarandi þjónustu

Við hjá Expectus tryggjum þátttöku sem flestra starfsmanna með árangursríkum vinnuferlum sem hafa sannað gildi sitt í íslensku starfsumhverfi.

Við skilum eftirfarandi:

• Þjónustustefnu sem tekur til þjónusturáðanna sjö
• Endurhönnuðum þjónustuferlum
• Starfsfólki sem skilur eðli þjónustuveitingarinnar
• Þjálfuðu framlínustarfsfólki
• Ferli sem tryggir stöðugar úrbætur
• Mælanlegum markmiðum
• Stefnu og leiðum að markmiðum
• Aðgerðaráætlun um það hvernig stefnu er hrundið í framkvæmd

Radgjof

Straumlínustjórnun hefur vakið áhuga fjölmargra stjórnenda hér á landi eins og um allann heim. Straumlínustjórnun gengur út á að hámarka virði vöru/þjónustu til viðskiptavinarins og lágmarka sóun innan virðisstrauma og reksturs fyrirtækisins og miðar ráðgjöf Expectus að því að gera fyrirtæki sjálfbær í innleiðingu sinni með faglegri upphafsgreiningu, námskeiðum fyrir stjórnendur, starfsmenn og fagfólk innan fyrirtækja.

Expectus býður upp á ráðgjöf í eftirtöldu:

 • Innleiðing straumlínustjórnunar
 • Uppsetning innleiðingaráætlunar
 • Mat/úttekt á stöðu innleiðingar
 • Þjálfunaráætlun fyrir stjórnendur og starfsmenn
 • Markmiðasetning fagráða í straumlínustjórnun innan fyrirtækja
 • Uppsetning mælikvarðatöflu og utanumhald
 • Ráðgjöf vegna morgun/stöðufunda
 • Mælikvarðar og markmiðasetning
 • Greining virðisstrauma og ferla
 • Kortlagning frávika og skráning umbóta
 • Kortlagning á hæfni starfsmanna
 • Innri gæðastýring straumlínustjórnunar

Hafðu samband við okkur og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.

Expectus býður uppá námskeið og vinnustofur:

 • Umbótavinnustofur
  Kaizen
  A3
 • Þjálfun leiðtoga í umbótastarfi
 • Uppsetning og utanumhald á morgunfundum
 • Að ná tökum á tímanum – tímastjórnun
 • Námskeið og þjálfun í regluleg endurgjöf
 • Bætt fundastjórnun
 • Að fanga stöðugut umbótum – stjórnendanámskeið
 • Virðisstraumagreiningar
 • Lykilmælikvarðar á töflur og markmiðasetningu

1500x200

Ferlagreining felst í því að skilgreina í skrefum hvað hver starfseining gerir, hvernig á að framkvæma einstök skref í ferlinum og hvernig hann telst vera rétt framkvæmdur. Expectus skilar tillögu að nýju verklagi í framkvæmd ferilsins sem er vænlegri til árangurs.

Nýlegar rannsóknir Franklin Covey í samstarfi við Ram Charan og Jim Collins hafa leitt í ljós að aðalástæðan fyrir því að fyrirtæki ná ekki framúrskarandi árangri er ekki skortur á góðri stefnumótun heldur vangeta til að hrinda stefnunni í framkvæmd.
Þessar rannsóknir sýna að starfsmenn nota aðeins 49% af vinnutíma sínum til að vinna að verkefnum sem tengjast mikilvægustu stefnumarkandi áherslum fyrirtækisins.

Expectus svarar eftirfarandi

 • Hverjir eru viðskiptaferlar fyrirtækisins?
 • Af hvaða aðgerðum ferill er samsettur?
 • Hverjum þjóna þessir viðskiptaferlar?
 • Hverjir annast framkvæmd á hverju skrefi ferilsins?
 • Hvaða gögn verða til í ferlinum og hvar þau eru vistuð?
 • Hver er ábyrgur fyrir hverjum hluta ferilsins?
 • Eru skref í ferlinum sem hægt væri að endurskoða til einföldunar eða til að bæta árangur?

Við endurhönnun ferla skilar teymi Expectus ítarlegri greiningu, úrbótatillögum sem og aðgerðaráætlun fyrir innleiðingu. Við höfum unnið með stofnunum, sveitarfélögum, félagasamtökum og fjölmörgum tegundum fyrirtækja, stórum og smáum að endurhönnun ferla og bjóðum stolt uppá áreiðanlegar og árangursríkar lausnir.

Hafðu samband við okkur og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.

Hvenær hentar endurhönnun ferla?

 • Afkoma er undir væntingum
 • Þú vilt nýta starfsfólkið betur
 • Skipta þarf út tækni eða upplýsingakerfum í rekstri
 • Draga þarf úr kostnaði
 • Bæta þarf þjónustu
 • Nýta þarf betur aðföng og eignir
 • Lækka þarf rekstrarkostnað
 • Viðskiptavinir kvarta undan óþægindum og óþörfum ferlum
 • Of mikið af eftirlitsaðgerðum dregur út hæfni til tekjumyndunar
 • Uppfylla þarf kröfur í lögum, reglugerðum eða gæðakerfum
 • Þú hefur ekki tíma til að gera allt á eigin spýtur

1500x200

Nokkrar af pakkalausnum Expectus

 • exMon

  Rannsóknir sýna að algengt er að tekjutap í fyrirtækjum sé að meðaltali 1-2% af veltu. exMon er hugbúnaðarlausn sem tekur á þessum vanda - Sjáðu nánar.

 • Verkefnaskrá

  exPoint Portfolio Management er verkefnasvæði sem heldur utan um •allar lykilupplýsingar verkefnis • samskipti milli aðila • nánari upplýsingar um stöðu og miðlun þeirra til hagsmunaaðila. Allt á einum stað!

 • Úrbótavinnustofa

  Úrbótavinnustofur Expectus er frábær leið til að skapa umhverfi samvinnu og koma af stað breytingaferli. Vinnustofan er skemmtilegt verkefni þar sem auðvelt er að fá alla þátttakendur til að vera virka og koma með hugmyndir að úrbótum.

 • Kepion áætlanakerfi

  Með notkun Kepion geta fjármála- og bókhaldsteymi dregið verulega úr handvirkum innslætti og einbeitt sér sér betur að því að greina áætlanir og fylgja eftir framvindu áætlanaferilsins.

 • exCloud Viðskiptagreind

  Lausn sem opnar litlum og meðalstórum íslenskum fyrirtækjum aðgang að stjórnendaupplýsingum sambærilegum þeim sem hefur einungis verið á færi stærstu fyrirtækja að nálgast.