444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík

Mannauður og skipulag

Árangursrík þjónustustjórnun skilar fyrirtækjum mikilvægu samkeppnisforskoti auk jákvæðra áhrifa á ánægju starfsfólks og viðskiptavina. Ánægðir viðskiptavinir eru líklegri til að kaupa meira af vöru/þjónustu fyrirtækisins og starfsfólk eru að jafnaði ánægðari og starfsmannavelta minni.
Rannsóknir sýna að vipskiptavinir sem upplifa góða þjónustu eru arðsamari, tryggari og líklegri til að mæla með fyrirtækinu og þjónustu þess.

Hvort sem um opinberar stofnanir eða fyrirtæki er að ræða þá horfum við til þjónusturáðanna sjö samhliða þörfum stofnunarinnar/fyrirtækisins.

Þjónusturáðin sjö

 • Varan og sérstaða hennar
 • Dreifing, dreifileiðir og tímasetningar
 • Verðlagning og virðisjafnan
 • Kynning og uppfræðsla
 • Þjónustuferlin
 • Áþreifanlegir þættir og útlit
 • Starfsfólk og stjórnun

Við hjá Expectus tryggjum þátttöku sem flestra starfsmanna með árangursríkum vinnuferlum sem hafa sannað gildi sitt í íslensku starfsumhverfi.

Við skilum eftirfarandi: • Þjónustustefnu sem tekur til þjónusturáðanna sjö • Endurhönnuðum þjónustuferlum • Starfsfólki sem skilur eðli þjónustuveitingarinnar • Þjálfuðu framlínustarfsfólki • Ferli sem tryggir stöðugar úrbætur • Mælanlegum markmiðum • Stefnu og leiðum að markmiðum • Aðgerðaráætlun um það hvernig stefnu er hrundið í framkvæmd

Hvenær hentar þjónustustjórnun?

 • Þú þarft að öðlast skilning á því hvaða þættir þjónustunnar hafa mesta fylgni við heildaránægju
 • Kostnaðurinn við að veita þjónustuna er of mikill
 • Ákveða þarf hversu langt á að ganga í þjónustuúrbótum
 • Uppgötva þarf hvað á að gera til að tryggja ánægðustu viðskiptavinina
 • Skilja þarf þær áskoranir sem felast í því að veita þjónustu og hvernig á að yfirvinna þær
 • Þú glímir við brottfall viðskiptavina
 • Þarf að tryggja að tekið sé á þjónustubrestum
 • Þú þarft að skerpa á þjónustustefnunni
 • Viðskiptavinirnir segja að starfsfólkið veiti ekki framúrskarandi þjónustu

expectus-7

Þegar breytingar eiga sér stað hjá fyrirtækjum þá skiptir sköpum að nýta vel útfært og þróað ferli sem nýtir þekkingu innan fyrirtækisins til að greina úrbótatækifæri í rekstrinum. Ráðgjafar Expectus búa að áratugalangri reynslu úr íslensku atvinnulífi og nota aðferðafræði sem hefur sannað sig innan íslenskra skipulagsheilda og fer umfang verkefnisins eftir stærð og gerð fyrirtækja eða stofnana.
Utanaðkomandi ráðgjöf getur skipt sköpum við að ná árangri því innan hópsins takast gjarnan á ólíkir hagsmunir þeirra sem þurfa að aðlagast breytingum.

Expectus skilar eftirfarandi

 • Greiningu á tækifærum til úrbóta
 • Flokkun úrbótatækifæra í skammtíma-, langtíma- og stefnumarkandi verkefni
 • Verkefnablaði með skilgreiningu á verkefnum sem kalla á skipun framkvæmdahóps
 • Þjálfun hópmeðlima í að vinna í framkvæmdahópi og stilling væntinga
 • Sértækum greiningum á stöðu í þeim málaflokki sem gera á breytingar á
 • Markmiðum um bætta árangur með breytingum
 • Valkostum við að koma breytingum á og val á bestu leið
 • Leiðsögn (lóðsun)

Hvenær hentar breytingastjórnun?

 • Breytingar verða í ytra umhverfi fyrirtækja eða stofnana sem þarf að bregðast við
 • Við röskun á innra starfi, s.s. við samruna, kaup eða sölu á hluta starfseminnar
 • Þegar stjórnendur verð þess áskynja að árangur er undir væntingum
 • Ágreiningur kemur upp innan skipulagsheildar vegna samskipta eða við mat á valkostum í starfseminni.

Stjórnendamarkþjálfun (Executive coaching) Expectus hefur aðstoðað fjölda stjórnenda til að ná lengra innan sinna skipulagsheilda. Stjórnendur hafa náð meiri árangri, öðlast skýrari sýn, bætt samskipti sín og öðlast meiri ánægju og hamingju í lífi og starfi.

Stjórnendamarkþjálfun Expectus er tækifæri fyrir stjórnandann að skoða sjálfan sig, starfið og hegðun sína í fullum trúnaði með markþjálfa sem hefur hlotið til þess sérstaka þjálfun.

Stjórnendamarkþjálfun nýtur aukinna vinsælda um allan heim og er talin ein áhrifaríkasta aðferðin við að þróa leiðtogahæfileika stjórnenda. Þeir sem hafa notið stjórnendamarkþjálfunar eru sammála um að þar er á ferðinni framúrskarandi tæki til að ná markmiðum, breyta hegðun, bæta samskipti og takast á við breytingar.

Stjórnendamarkþjálfun fyrir þig?

 • Gefur þér færi á að prófa hugmyndir á hlutlausum aðila sem á engra hagsmuna að gæta
 • Ögrar viðhorfum þínum til stjórnunar, samskipta og reksturs
 • Örvar sköpunargleði þína
 • Eykur sjálfstraust þitt
 • Hjálpar þér að finna tilgang og skilgreina arfleið þína
 • Aðstoðar þig við að ná auknum árangri í lífi og starfi
 • Eykur hæfni þína í markmiðasetningu
 • Heldur þér við efnið
 • Hjálpar þér að skilja hismið frá kjarnanum og setja fókusinn á það sem er þér mikilvægt

Hvenær hentar stjórnendamarkþjálfun?

 • Bæta árangur þinn sem stjórnandi
 • Fá stuðning í erfiðum málum
 • Aðstoð við að takast á við breytingarferli
 • Fá stuðning við erfiða ákvörðunartöku
 • Ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs
 • Öðlast betri stjórn á eigin tíma
 • Takast á við rekstur sem er undir væntingum
 • Skerpa á persónulegu hlutverki þínu eða framtíðarsýn
 • Ná betri árangri í markaðssetningu og sölu
 • Nýta starfsfólkið betur
 • Skoða viðhorf þín
 • Setja þér ögrandi markmið
Yfirferð á stjórnháttum fyrirtækja ætti að vera í stöðugri skoðun og vera skoðaðir gaumgæfilega á 1-2 ára fresti. Stjórnhættir koma inn á þá ferla sem eiga að vera til staðar við ákvarðanatöku hjá fyrirtæki, gagnsæi og upplýsingaöflun gagnvart stjórn og framkvæmdastjórn og upplýsingagjöf til hagsmunaaðila.
Með því að skoða stjórnhætti félags má gera tillögu um betrumbætur hjá og aðlaga stjórnhætti félagsins að nútímakröfum.
Góðir stjórnhættir hjálpa okkur að mæta kröfum markaðarins og uppfylla væntingar hagsmunaaðila svo sem lánardrottna og viðskiptamanna.

Umfang verkefnis fer eftir stærð og gerð fyrirtækja eða stofnana.

Nokkrar af pakkalausnum Expectus

 • exMon

  Rannsóknir sýna að algengt er að tekjutap í fyrirtækjum sé að meðaltali 1-2% af veltu. exMon er hugbúnaðarlausn sem tekur á þessum vanda - Sjáðu nánar.

 • Verkefnaskrá

  exPoint Portfolio Management er verkefnasvæði sem heldur utan um •allar lykilupplýsingar verkefnis • samskipti milli aðila • nánari upplýsingar um stöðu og miðlun þeirra til hagsmunaaðila. Allt á einum stað!

 • Úrbótavinnustofa

  Úrbótavinnustofur Expectus er frábær leið til að skapa umhverfi samvinnu og koma af stað breytingaferli. Vinnustofan er skemmtilegt verkefni þar sem auðvelt er að fá alla þátttakendur til að vera virka og koma með hugmyndir að úrbótum.

 • Kepion áætlanakerfi

  Með notkun Kepion geta fjármála- og bókhaldsteymi dregið verulega úr handvirkum innslætti og einbeitt sér sér betur að því að greina áætlanir og fylgja eftir framvindu áætlanaferilsins.

 • exCloud Viðskiptagreind

  Lausn sem opnar litlum og meðalstórum íslenskum fyrirtækjum aðgang að stjórnendaupplýsingum sambærilegum þeim sem hefur einungis verið á færi stærstu fyrirtækja að nálgast.