444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík

Fjármál fyrirtækja

Til að tryggja góðan árangur til skamms og langs tíma er nauðsynlegt að mæla hann kerfisbundið. Expectus hefur skilgreint mælaborð fyrir stjórnendur í ríkisstjórn, stofnanir, allar tegundir fyrirtækja, félagasamtök ofl. Viðskiptavinir geta því treyst á áralanga reynslu ráðgjafa Expectus.
Markvissar mælingar eru forsenda þess að geta séð hvort árangur fyrirtækja og stofnana fer batnandi eða versnandi.
Árangur ræðst hins vegar af aðgerðum og hægt er að greina hvaða aðgerðir skila bestum árangri. Þær aðgerðir þarf einnig að mæla.

Mælaborðið segir okkur

 • Hvaða viðmið við setjum okkur sem markmið fyrir viðkomandi mælingu.
 • Hvaða bil undir markmiði okkar er talið ásættanlegt en kallar engu að síður á aðgerðir.
 • Gefur okkur á örfáum sekúndum upplýsingar um hvort árangur er góður eða ekki.

Hvenær hentar mælaborð stjórnandans?

 • Í framlínu þjónustufyrirtækja, s.s. töpuð símtöl, biðtími afgreiðslu, fjöldi afgreiðslna á klukkustund. Þetta eru dæmi um þjónustumælingar.
 • Mælingar á afköstum, s.s. framleiddar einingar á klukkustund, bilanatíðni, biðtími vegna bilana (NPT).
 • Fjárhagslegir mælikvarðar, s.s. tekjur á tímabili, tekjur á hvern sölumann, hagnaður, EBITDA, skuldahlutfall, eiginfjárhlutfall, veltufjárhlutfall, arðsemi.
 • Starfsmannamælingar, s.s. ánægja starfsmanna, hlutfall með fagmenntun, tíðni slysa, starfsmannavelta, framleiðni vinnuafls.

Mælaborði stjórnandans má líkja við mælaborð í ökutæki þar sem stjórnandinn þarf að fylgjast með mörgum þáttum samtímis. Það skiptir höfuðmáli hvaða þættir eru valdir til að fylgjast með í mælaborði stjórnandans. Við leitum því að lykil árangursþáttum (e. key performance indicators). Slíkir þættir hafa það sameiginlegt að gefa annað hvort vísbendingar um framtíðar árangur (e. leading indicators) eða mæla árangur sem náðst hefur á ákveðnum sviðum (e. lagging indicators). Gott mælaborð samanstendur af báðum tegundum mælikvarða.

radgjof-400x267

Rekstrarlíkan og viðskiptaáætlun er nauðsynleg öllum fyrirtækjum hvort sem um er að ræða rótgróin fyrirtæki eða nýstofnuð. Við kynningu á nýrri vöru eða þjónustu er nauðsynlegt að gera viðskiptaáætlun, þannig að ljóst sé hvort varan eða þjónustan sé nægilega arðsöm. Í tilfelli rótgróinna fyrirtækja er oft gerð árleg rekstraráætlun og er hún að mörgu leyti samsvarandi viðskiptaáætlun og lítur sömu lögmálum. Rekstrarlíkan fyrirtækisins verður að liggja ljóst fyrir við gerð slíkra áætlana. Þegar aðilar eru að skoða ný tækifæri vinnum við oft með væntanlegum kaupendum fyrirtækja í því að meta rekstrarhæfi og getu þeirra fyrirtækja sem þeir eru að skoða aðkomu að.
Rekstrarlíkan og viðskiptaáætlun er nauðsynleg öllum fyrirtækjum hvort sem um er að ræða rótgróin fyrirtæki eða nýstofnuð.

Rekstrarlíkan og viðskiptaáætlun Expectus innifelur:
• Lýsingu á rekstri fyrirtækisins og helstu vörum
• Lýsingu á helstu tekjupóstum og kostnaðarráðum
• Rekstraryfirliti síðustu 3 ára og áætlun til næstu 3 ára
• Efnahagsreikningi síðustu 3 ára og áætlun til næstu 3 ára
• Sjóðsstreymi síðustu 3 ára og áætlun til næstu 3 ára.
• Greiningu á helstu kennitölum sem tilgreina rekstrarhæfi og arðsemi
• Greining á kostnaði og möguleikum til hagræðingar
• Tillögum til úrbóta og hvaða aðgerða þarf hugsanlega að grípa til

expectus-4001

Nokkrar af pakkalausnum Expectus

 • exMon

  Rannsóknir sýna að algengt er að tekjutap í fyrirtækjum sé að meðaltali 1-2% af veltu. exMon er hugbúnaðarlausn sem tekur á þessum vanda - Sjáðu nánar.

 • Verkefnaskrá

  exPoint Portfolio Management er verkefnasvæði sem heldur utan um •allar lykilupplýsingar verkefnis • samskipti milli aðila • nánari upplýsingar um stöðu og miðlun þeirra til hagsmunaaðila. Allt á einum stað!

 • Úrbótavinnustofa

  Úrbótavinnustofur Expectus er frábær leið til að skapa umhverfi samvinnu og koma af stað breytingaferli. Vinnustofan er skemmtilegt verkefni þar sem auðvelt er að fá alla þátttakendur til að vera virka og koma með hugmyndir að úrbótum.

 • Kepion áætlanakerfi

  Með notkun Kepion geta fjármála- og bókhaldsteymi dregið verulega úr handvirkum innslætti og einbeitt sér sér betur að því að greina áætlanir og fylgja eftir framvindu áætlanaferilsins.

 • exCloud Viðskiptagreind

  Lausn sem opnar litlum og meðalstórum íslenskum fyrirtækjum aðgang að stjórnendaupplýsingum sambærilegum þeim sem hefur einungis verið á færi stærstu fyrirtækja að nálgast.