Samtímaeftirlit

Náðu stjórn á gögnunum

Heyrðu í okkur​!

Hvað er Exmon?

Stafrænt rekstrarumhverfi fyrirtækja inniheldur gríðarlegt magn af gögnum úr mismunandi kerfum. Við slikar aðstæður getur margt farið úrskeiðis sem veldur tekjuleka eða kallar á handvirkar lagfæringar.​


Exmon er sjálfvirkt eftirlitskerfi sem ber kennsl á hvers kyns frávik í resktri fyrirtækja áður en þau valda fjárhagslegum skaða. Dæmi um slíkt eru mistök í innslætti sem verður til þess að sala fer ekki rétt á reikning, brot í ferlum sem verður til þess að gengi gjaldmiðla er ekki rétt, og sviksemi. Mikið veltur á að fyrirtæki og stofnanir taki stjórn á eigin ferlum og gögnum.

Frávikaeftirlit


Air Atlanta Icelandic

Air Atlanta verður að tryggja að allar flugvélar séu fullnýttar þar sem flugvélar í kyrrstöðu geta kostað verulegar fjárhæðir. Sigrún Inga Kristinsdóttir, umsjónarmaður Trax MRO kerfisins, útskýrir: "Þegar við fjarlægjum hluta úr flugvélinni og sendum í viðgerð, þá voru þeir of oft rangt skráðir í kerfin okkar. Þessi ruglingur olli óþarfa töfum og kostnaði. Lykillinn að lausn er að passa upp á að farið sé rétt með gögnin og ákváðum því að innleiða Exmon." ​


Lausnin var Exmon: Sigrún segir: "(Exmon hefur) sparað okkur töluverðan tvíverknað og hefur tryggt að flugvélar okkar séu fullnýttar. Við fáum reglulega viðbrögð frá söluaðilum okkar og viðskiptavinum um hversu góð gögnin okkar eru. Við erum stöðugt að bæta við nýjum gagnagæðaprófum til bæta ferlana okkar enn meira“. Sigrún bætir við: „Auk þess hafa innri notendur okkar verið mjög jákvæðir með þessar breytingar og við fáum stöðugt beiðnir um að setja upp nýjar stýringar.“

“Exmon hefur skilað ótrúlegum árangri í að bæta skilvirkni gagnaferla okkar innan Actavis Group. Villum hefur fækkað verulega og upplýsingatæknideild okkar hefur nú meira frumkvæði í að leysa vandamál áður en notendur verða varir við þau.”​


- Valdimar Bragason,

Director IT Global Commercial BI CoE at TEVA Pharmaceuticals

HEYRÐU Í OKKUR


Hafðu samband við Gunnar Stein Magnússon vörustjóra Exmon til að sjá hvað Exmon getur gert fyrir þig.



Gunnar Steinn Magnússon

Vörustjóri Exmon


+354 697 5069


gunnarsteinn@expectus.is


Share by: