444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík

exMon

Öll fyrirtæki sem vinna með gögn og upplýsingatæknikerfi í sinni starfsemi hafa upplifað það á einhverjum tímapunkti að gögnin eru ekki rétt, eða að þau eru úrelt. Afleiðingar þessa er oftar en ekki tap á tekjum eða hár kostnaður sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. exMon er hugbúnaðarlausn sem hjálpar fyrirtækjum að ná stjórn og skýrari yfirsýn yfir viðskiptagreindarferla fyrirtækisins, ásamt því að fylgjast stöðugt með gæðum gagna og hvort gögn flæða rétt, hvort sem um er að ræða innan kerfis eða á milli kerfa.

Rannsóknir sýna að algengt er að tekjutap í fyrirtækjum sé að meðaltali 1-2% af veltu.

exMon hugbúnaðurinn býður upp á tvíþætta virkni í gegnum exMon BI Process Management annars vegar og exMon Continuous Monitoring hins vegar. Kerfið er í notkun hjá yfir 30 fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi þvert á fjölmarga atvinnugeira.

Sjá nánar á exMon.com.

process_map