444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík

Blogg

Hverja snertir tæknibyltingin?

Það er spennandi að upplifa tæknibyltinguna sem nú fleygir fram um heim allan með orðum eins og gervigreind, sýndarveruleika, algrímum og skýjalausnum. Ekki allir stjórnendur tengja við þá orðræðu sem á sér stað og enn færri tengja hana við starfsemi eigin fyrirtækis og hugsa sem svo að þetta eigi örugglega bara við um tæknifyrirtæki. En hvað er tæknifyrirtæki? Á það yfirhöfuð við að tala enn þá um tæknifyrirtæki sem sérstakan hóp fyrirtækja?

Lesa meira

„Þetta er eitthvað skrýtið“

Röng gögn leiða af sér rangar ákvarðanir

Öll reiðum við okkur á réttar upplýsingar til að geta tekið réttar ákvarðanir á réttum tíma. Þá er ekki síður mikilvægt að stjórnendur og starfsmenn þvert á fyrirtækin séu að taka ákvarðanir byggðar á grundvelli nákvæmlega sömu upplýsinga á hverjum tíma. Með ógrynni gagna í hvaða atvinnugrein sem er nauðsynlegt að hafa yfirsýn yfir allar þær upplýsingar sem greining á þeim gögnum gefa okkur.

Lesa meira

Ertu snjall á fundum?

Hvað eyddir þú miklum tíma í óþarfa fundi í síðustu viku? Hvað kostaði það þig í yfirvinnu eða fyrirtækið í heild sinni? Á haustdögum með sumarfríið að baki eru ansi margir sem bíða spenntir eftir því að rútínan taki við eftir að sumarfrí hefur runnið sitt skeið. Rútínan er okkur ákveðið haldreipi, verkefnin eru fyrirfram ákveðin að einhverju leyti, áhugamál og tómstundir komast í takt við vinnu og fjölskyldulíf. Um leið og við siglum inn í rútínu er gott að velta fyrir sér í hverju hún er fólgin, ekki síst í tengslum við vinnubrögð og skipulag okkar sjálfra.

Lesa meira

Traust skilar arði

Þegar rýnt er í rannsóknir og skrif Stephen M. R. Covey, höfundar bókarinnar „Speed of Trust“ er áhugvert að sjá hvað traust getur á margan hátt skilað fjárhagslegum ávinningi. Traustið er hins vegar þeim eiginleikum gætt að þess þarf að afla sér með framkomu, hegðun og síðast en ekki síst eru stjórnendur dæmdir af verkum sínum. Þegar mér var falið fyrsta alvöru stjórnunarstarfið sagði einn reyndur samstarfsmaður minn „Mundu að traust verður ekki til með skipun í stöðu, þú þarft að ávinna þér það“.

Lesa meira

Ertu með tvískipt gleraugu?

Það er ekkert sérlega freistandi að fá í fangið verkefni sem þú veist að mun aldrei klárast. Kannski er það ein af ástæðum fyrir því að marga óar við því að taka upp stjórnunaraðferðir straumlínustjórnunar. Við finnum mörg hver fyrir knýjandi þörf til að skila af okkur góðu verki, segja því lokið. Setjum jafnvel undir okkur hausinn og gerum það sem gera þarf til að geta sagst vera búin.

Samstarfssamningur við Tableau Software

Expectus hefur skrifað undir samstarfssamning við bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Tableau Software. Samningurinn er þess efnis að að Expectus gerist þjónustu- og endursöluaðili fyrir Tableau viðskiptagreindarhugbúnaðinn á Íslandi.

Með þessu erum við að efla þjónustuframboð okkar og teljum að þessi lausn muni nýtast við­skiptavinum okkar afar vel. Viðskiptagreindarhugbúnaður Tableau gerir fólki og fyrirtækjum kleift að útbúa greiningar og mælaborð á myndrænan hátt. Með hugbúnaðinum geta notendur greint upplýsingar myndrænt á öflugri hátt en áður.

5 Ástæður til að skipta yfir í skýjalausnir við áætlanagerð

Stjórnendur fyrirtækja eru stöðugt að leita leiða til að bæta frammistöðu fyrirtækja sinna. Langar þig að vita eitt verst geymda leyndarmál þeirra? Fyrirtæki sem hafa skipt yfir í skýjalausnir við gerð áætlana hafa náð betri árangri á fjölda sviða. Fyrirtæki sem nýta sér viðskiptagreint hafa náð samkeppnisforskoti á þau fyrirtæki sem nota aðeins hugbúnað á borð við Excel við sína áætlanagerð. Það að skipta yfir í skýjalausnir hefur 5 ótvíræða kosti í för með sér.

Hvað er þetta ský eiginlega og hvað er þarna „uppi“?

Síðustu ár, líklega svona síðustu 4-5 hefur verið mikið fjallað um skýið (The Cloud) eða skýjalausnir í tengslum við upplýsingatæknilausnir og þjónustu. Ég man eftir því að ég var staddur á Gartner ráðstefnu í Cannes haustið 2010 og þá var fullyrt að “skýið“ (The Cloud) væri næsta stóra stefnubreytingin í upplýsingatækni fyrirtækja. Jafnframt var nefnt að þau fyrirtæki sem ekki myndu tileinka sér lausnir í skýinu í heild sinni eða að hluta á næstu árum yrðu eftirbátar annarra fyrirtækja þegar kemur að framþróun og hagkvæmri notkun á upplýsingatækni.

Lesa meira

Pennastrik, hvirfilvindur og hegðun

Ef ég hefði vitað það þá sem ég veit nú. Það hefði getað einfaldað vinnu mína og verkefnaframkvæmd til muna. Og, ekki síst hjálpað mér að ná sýnilegum árangri þar sem það ekki tókst. Ég er ágætis stjórnandi. Nokkuð góð bara. Hver þekkir það ekki sem stjórnandi að hafa aldrei tíma til að leita að réttu verkfærunum, lesa sig til, uppfæra dótakassann. Reyndar er það ekki alveg rétt. Sem stjórnandi tekur maður sér ekki nægan tíma í að uppfæra dótakassann og afla nýjustu þekkingar. Með öðrum orðum; maður lætur hvirfilvindinn éta sig. Hvað eftir annað.

Lesa meira

Þorum við að velja burt þegar við mótum stefnu?

Eitt mesta virðið í að móta sér stefnu, er líka það sem oftast gleymist – meðvitað eða ómeðvitað. Það er að velja burt einhvern þátt, að hafna einhverjum af öllum þeim stefnumarkandi þáttum sem hægt væri að velja að gera.

Það vill loða við stefnumótun að taka það ekki nógu skýrt fram hverju er fórnað þegar ákveðnar áherslur eru valdar. Síðan þegar kemur að þeim tímamótum – og þau koma alltaf fyrr en síðar – að einhver í fyrirtækinu fær sniðuga hugmynd um að gera eitthvað allt annað en vel ígrunduð og samþykkt stefna segir til um þá er stokkið til og framkvæmt.

Lesa meira

Samtímaendurskoðun skapar verðmæti

Á síðustu árum hefur starf innri og ytri endurskoðenda verið að breytast umtalsvert. Fyrir um 20 árum snérust störf ytri endurskoðenda að mestu um gerð ársreikninga og staðfestingarvinnu tengt efnahagsliðum ársreiknings en innri endurskoðendur gerðu úrtakskannanir á ferlum og kerfisbundnum þáttum í rekstrinum. Með aukinni reikningskilaþekkingu innan fyrirtækja og bættri tækni færðist gerð ársreikninga frá endurskoðendum til fjármáladeilda fyrirtækjanna. Samhliða jókst áhersla innri og ytri endurskoðenda á sjálfstæðar eftirlitsaðgerðir sem gætu leitt í ljós áreiðanleika reikningsskilanna og þeirra ferla sem mynda upplýsingar í þeim.

Lesa meira

Verkefnastjórnun, Verkefnaskrá og nýjar áherslur

Síðustu misseri hefur verið áberandi sú aukna áhersla sem fyrirtæki hafa gert til skilvirkari og markvissari verkefnastjórnunar. Nú er erfitt að staðhæfa um hverjar helstu ástæður eru en ég vil meina að það tengist tveim megin þáttum, annars vegar efnahagshruninu sem varð til þess að fyrirtækin gerðu sjálf kröfu um betur skilgreindara stjórnskipulag með betri yfirsýn á í hvað fjármunir þeirra væru að fara og meðvitaðri stýringu almennt innan fyrirtækja, hvort sem væri á verkefnum eða öðru, og hins vegar aukin sókn í nám á sviði Verkefnastjórnunar, þá einna helst MPM nám Háskólanna, nú Háskólans í Reykjavík og áður Háskóla Íslands. Það eru eflaust fleiri þættir sem spila hér inn í en það má álykta að aukin áhersla á verkefnastjórnun gæti tengst þessari þróun.

Lesa meira

RoL = Return on Luck og 20 mílna gangan

Fyrir þá sem hafa lifað og hrærst í fjármálum og metið árangur fyrirtækja út frá hinum ýmsu kennitölum kann þessi nýjasta RoL úr bók Jim Collins að virðast ansi undarleg. Þar rýnir hann í hvað gerir það að verkum að sum fyrirtæki ná að skila árangri á hverju einasta ári í marga áratugi samfellt á meðan afkoma annarra sveiflast meira í takt við ytri aðstæður.

Lesa meira

Er innleiðing samfélagsábyrgðar fyrirtækja geimvísindi?

Samfélagsábyrgð í rekstri fyrirtækja er komin á kortið á Íslandi. Við höldum heilu ráðstefnurnar um málefnið og sérfræðingum og ráðgjöfum sem tileinka sér þekkingu um málefnið fjölgar hratt. Það ætti því að vera mun auðveldara en áður fyrir íslensk fyrirtæki að tileinka sér og innleiða samfélagslega ábyrga starfshætti. Samt veigra sumir sér við að ráðast í verkefnið og það virðist óyfirstíganlegt á köflum. Af hverju erum við að þessu? Hvernig eigum við að gera þetta? Hvar byrja? Hvenær? Hvenær erum við búin?

Lesa meira

Fyrirmyndarfyrirtæki 2015

Við erum gríðarlega stolt af því hvað hópurinn okkur hefur náð að búa til skemmtilegan vinnustað. Expectus hefur hlotið nafnbótina fyrirmyndafyrirtæki VR 2015. Hvað meira er þá hampaði hópurinn öðru sæti um titilinn fyrirtæki ársins í flokki meðalstórra fyrirtækja. Það voru þær Sigríður, Anna og Ásta sem tóku við viðurkenningunni í Hörpu 7. maí s.l.

Lesa meira

PowerBI Preview

Mikil áhersla hefur verið hjá Microsoft undanfarin ár á skýjalausnir með Azure og Office 365. Nýjasta lausnin í skýjaflóruna er Microsoft Power BI Preview. Fyrirtæki geta þá með einföldum hætti veitt starfsmönnum aðgang að mælaborðum og skýrslum sem eru tengd við grunnkerfi fyrirtæksinsins.

Lesa meira

Eru gögn í upplýsingakerfum að valda þér tjóni?

Hlutverk stjórnenda er að leita stöðugt leiða til að útvíkka starfsemi fyrirtækja sinna, auka tekjur og lækka rekstrarkostnað. Í slíkum verkefnum þurfa þeir að geta treyst á upplýsingar og tæknina sem liggur að baki þeim. Í nútíma fyrirtækjum myndast aragrúi gagna við flæði inn og út úr mismunandi tölvukerfum. Forsenda þess að flæði sé rétt á milli kerfa, upplýsingar réttar og tiltækar tímanlega á réttum stöðum, er nákvæm skráning og sjálfvirkir ferlar. Röng skráning getur valdið því að sjálfvirkir ferlar hætta að virka sem aftur getur leitt til mikils kostnaðar; bæði vegna aukinnar vinnu og tapaðra tekna.

Lesa meira

Úr viðjum vanans

Þessi grein birtist í viðskiptablaði Morgunblaðsins 12.febrúar 2015

Í viðskiptaháskólum er stefnumótun gjarnan talin kjarnagrein en það sem reynslan hefur leitt í ljós er að verulega vantar upp á kennslu og þjálfun í innleiðingu stefnu. Þegar betur er að gáð má segja að innleiðingin sé að vissu leyti allt annað fag.

Lesa meira

„Hvað get ég fáið fyrir tíkall?”

Þessi grein birtist í viðskiptablaði Morgunblaðsins 15.janúar 2015

Svona hljómaði spurningin hjá sex ára vini mínum í lúgunni á Shell sjoppunni um árið en hvað fólst raunverulega í spurningunni? Hann treysti afgreiðslustúlkunni fyrir því mikilvæga verkefni að velja bestu kaupin enda var hún að vinna við nammið alla daga.

Lesa meira