444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík

Höfundur: Sigurjón Hákonarson

Hvað er þetta ský eiginlega og hvað er þarna „uppi“?

Síðustu ár, líklega svona síðustu 4-5 hefur verið mikið fjallað um skýið (The Cloud) eða skýjalausnir í tengslum við upplýsingatæknilausnir og þjónustu. Ég man eftir því að ég var staddur á Gartner ráðstefnu í Cannes haustið 2010 og þá var fullyrt að “skýið“ (The Cloud) væri næsta stóra stefnubreytingin í upplýsingatækni fyrirtækja. Jafnframt var nefnt að þau fyrirtæki sem ekki myndu tileinka sér lausnir í skýinu í heild sinni eða að hluta á næstu árum yrðu eftirbátar annarra fyrirtækja þegar kemur að framþróun og hagkvæmri notkun á upplýsingatækni.

Lesa meira

Verkefnastjórnun, Verkefnaskrá og nýjar áherslur

Síðustu misseri hefur verið áberandi sú aukna áhersla sem fyrirtæki hafa gert til skilvirkari og markvissari verkefnastjórnunar. Nú er erfitt að staðhæfa um hverjar helstu ástæður eru en ég vil meina að það tengist tveim megin þáttum, annars vegar efnahagshruninu sem varð til þess að fyrirtækin gerðu sjálf kröfu um betur skilgreindara stjórnskipulag með betri yfirsýn á í hvað fjármunir þeirra væru að fara og meðvitaðri stýringu almennt innan fyrirtækja, hvort sem væri á verkefnum eða öðru, og hins vegar aukin sókn í nám á sviði Verkefnastjórnunar, þá einna helst MPM nám Háskólanna, nú Háskólans í Reykjavík og áður Háskóla Íslands. Það eru eflaust fleiri þættir sem spila hér inn í en það má álykta að aukin áhersla á verkefnastjórnun gæti tengst þessari þróun.

Lesa meira