444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík

Höfundur: Ragnar Guðgeirsson

Traust skilar arði

Þegar rýnt er í rannsóknir og skrif Stephen M. R. Covey, höfundar bókarinnar „Speed of Trust“ er áhugvert að sjá hvað traust getur á margan hátt skilað fjárhagslegum ávinningi. Traustið er hins vegar þeim eiginleikum gætt að þess þarf að afla sér með framkomu, hegðun og síðast en ekki síst eru stjórnendur dæmdir af verkum sínum. Þegar mér var falið fyrsta alvöru stjórnunarstarfið sagði einn reyndur samstarfsmaður minn „Mundu að traust verður ekki til með skipun í stöðu, þú þarft að ávinna þér það“.

Lesa meira

Samtímaendurskoðun skapar verðmæti

Á síðustu árum hefur starf innri og ytri endurskoðenda verið að breytast umtalsvert. Fyrir um 20 árum snérust störf ytri endurskoðenda að mestu um gerð ársreikninga og staðfestingarvinnu tengt efnahagsliðum ársreiknings en innri endurskoðendur gerðu úrtakskannanir á ferlum og kerfisbundnum þáttum í rekstrinum. Með aukinni reikningskilaþekkingu innan fyrirtækja og bættri tækni færðist gerð ársreikninga frá endurskoðendum til fjármáladeilda fyrirtækjanna. Samhliða jókst áhersla innri og ytri endurskoðenda á sjálfstæðar eftirlitsaðgerðir sem gætu leitt í ljós áreiðanleika reikningsskilanna og þeirra ferla sem mynda upplýsingar í þeim.

Lesa meira

RoL = Return on Luck og 20 mílna gangan

Fyrir þá sem hafa lifað og hrærst í fjármálum og metið árangur fyrirtækja út frá hinum ýmsu kennitölum kann þessi nýjasta RoL úr bók Jim Collins að virðast ansi undarleg. Þar rýnir hann í hvað gerir það að verkum að sum fyrirtæki ná að skila árangri á hverju einasta ári í marga áratugi samfellt á meðan afkoma annarra sveiflast meira í takt við ytri aðstæður.

Lesa meira

Úr viðjum vanans

Þessi grein birtist í viðskiptablaði Morgunblaðsins 12.febrúar 2015

Í viðskiptaháskólum er stefnumótun gjarnan talin kjarnagrein en það sem reynslan hefur leitt í ljós er að verulega vantar upp á kennslu og þjálfun í innleiðingu stefnu. Þegar betur er að gáð má segja að innleiðingin sé að vissu leyti allt annað fag.

Lesa meira

„Hvað get ég fáið fyrir tíkall?”

Þessi grein birtist í viðskiptablaði Morgunblaðsins 15.janúar 2015

Svona hljómaði spurningin hjá sex ára vini mínum í lúgunni á Shell sjoppunni um árið en hvað fólst raunverulega í spurningunni? Hann treysti afgreiðslustúlkunni fyrir því mikilvæga verkefni að velja bestu kaupin enda var hún að vinna við nammið alla daga.

Lesa meira