444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík

Höfundur: Hörður Már Jónsson

„Þetta er eitthvað skrýtið“

Röng gögn leiða af sér rangar ákvarðanir

Öll reiðum við okkur á réttar upplýsingar til að geta tekið réttar ákvarðanir á réttum tíma. Þá er ekki síður mikilvægt að stjórnendur og starfsmenn þvert á fyrirtækin séu að taka ákvarðanir byggðar á grundvelli nákvæmlega sömu upplýsinga á hverjum tíma. Með ógrynni gagna í hvaða atvinnugrein sem er nauðsynlegt að hafa yfirsýn yfir allar þær upplýsingar sem greining á þeim gögnum gefa okkur.

Lesa meira

Eru gögn í upplýsingakerfum að valda þér tjóni?

Hlutverk stjórnenda er að leita stöðugt leiða til að útvíkka starfsemi fyrirtækja sinna, auka tekjur og lækka rekstrarkostnað. Í slíkum verkefnum þurfa þeir að geta treyst á upplýsingar og tæknina sem liggur að baki þeim. Í nútíma fyrirtækjum myndast aragrúi gagna við flæði inn og út úr mismunandi tölvukerfum. Forsenda þess að flæði sé rétt á milli kerfa, upplýsingar réttar og tiltækar tímanlega á réttum stöðum, er nákvæm skráning og sjálfvirkir ferlar. Röng skráning getur valdið því að sjálfvirkir ferlar hætta að virka sem aftur getur leitt til mikils kostnaðar; bæði vegna aukinnar vinnu og tapaðra tekna.

Lesa meira