444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík

Höfundur: Anna Björk Bjarnadóttir

Hverja snertir tæknibyltingin?

Það er spennandi að upplifa tæknibyltinguna sem nú fleygir fram um heim allan með orðum eins og gervigreind, sýndarveruleika, algrímum og skýjalausnum. Ekki allir stjórnendur tengja við þá orðræðu sem á sér stað og enn færri tengja hana við starfsemi eigin fyrirtækis og hugsa sem svo að þetta eigi örugglega bara við um tæknifyrirtæki. En hvað er tæknifyrirtæki? Á það yfirhöfuð við að tala enn þá um tæknifyrirtæki sem sérstakan hóp fyrirtækja?

Lesa meira

Ertu snjall á fundum?

Hvað eyddir þú miklum tíma í óþarfa fundi í síðustu viku? Hvað kostaði það þig í yfirvinnu eða fyrirtækið í heild sinni? Á haustdögum með sumarfríið að baki eru ansi margir sem bíða spenntir eftir því að rútínan taki við eftir að sumarfrí hefur runnið sitt skeið. Rútínan er okkur ákveðið haldreipi, verkefnin eru fyrirfram ákveðin að einhverju leyti, áhugamál og tómstundir komast í takt við vinnu og fjölskyldulíf. Um leið og við siglum inn í rútínu er gott að velta fyrir sér í hverju hún er fólgin, ekki síst í tengslum við vinnubrögð og skipulag okkar sjálfra.

Lesa meira

Ertu með tvískipt gleraugu?

Það er ekkert sérlega freistandi að fá í fangið verkefni sem þú veist að mun aldrei klárast. Kannski er það ein af ástæðum fyrir því að marga óar við því að taka upp stjórnunaraðferðir straumlínustjórnunar. Við finnum mörg hver fyrir knýjandi þörf til að skila af okkur góðu verki, segja því lokið. Setjum jafnvel undir okkur hausinn og gerum það sem gera þarf til að geta sagst vera búin.

Pennastrik, hvirfilvindur og hegðun

Ef ég hefði vitað það þá sem ég veit nú. Það hefði getað einfaldað vinnu mína og verkefnaframkvæmd til muna. Og, ekki síst hjálpað mér að ná sýnilegum árangri þar sem það ekki tókst. Ég er ágætis stjórnandi. Nokkuð góð bara. Hver þekkir það ekki sem stjórnandi að hafa aldrei tíma til að leita að réttu verkfærunum, lesa sig til, uppfæra dótakassann. Reyndar er það ekki alveg rétt. Sem stjórnandi tekur maður sér ekki nægan tíma í að uppfæra dótakassann og afla nýjustu þekkingar. Með öðrum orðum; maður lætur hvirfilvindinn éta sig. Hvað eftir annað.

Lesa meira

Þorum við að velja burt þegar við mótum stefnu?

Eitt mesta virðið í að móta sér stefnu, er líka það sem oftast gleymist – meðvitað eða ómeðvitað. Það er að velja burt einhvern þátt, að hafna einhverjum af öllum þeim stefnumarkandi þáttum sem hægt væri að velja að gera.

Það vill loða við stefnumótun að taka það ekki nógu skýrt fram hverju er fórnað þegar ákveðnar áherslur eru valdar. Síðan þegar kemur að þeim tímamótum – og þau koma alltaf fyrr en síðar – að einhver í fyrirtækinu fær sniðuga hugmynd um að gera eitthvað allt annað en vel ígrunduð og samþykkt stefna segir til um þá er stokkið til og framkvæmt.

Lesa meira

Er innleiðing samfélagsábyrgðar fyrirtækja geimvísindi?

Samfélagsábyrgð í rekstri fyrirtækja er komin á kortið á Íslandi. Við höldum heilu ráðstefnurnar um málefnið og sérfræðingum og ráðgjöfum sem tileinka sér þekkingu um málefnið fjölgar hratt. Það ætti því að vera mun auðveldara en áður fyrir íslensk fyrirtæki að tileinka sér og innleiða samfélagslega ábyrga starfshætti. Samt veigra sumir sér við að ráðast í verkefnið og það virðist óyfirstíganlegt á köflum. Af hverju erum við að þessu? Hvernig eigum við að gera þetta? Hvar byrja? Hvenær? Hvenær erum við búin?

Lesa meira