Upplýstur rekstur

Í nútímarekstri er rík krafa að geta byggt ákvarðanir á gögnum. Expectus er tæknifyrirtæki sem gerir þitt starfsfólk að gagnahetjum.

Hafðu samband
  • Stefnumótun

    Við hjálpum til við að móta framtíðarsýn 

    og koma henni í framkvæmd með viðurkenndum aðferðum

    Hafa samband
  • Þinn rekstur skiptir okkur máli

    Þegar þú dafnar döfnum við með þér

    Hafa samband
  • Upplýstur rekstur

    Í nútímarekstri er rík krafa að geta byggt ákvarðanir á gögnum

    Expectus er fyrirtæki sem gerir þitt starfsfólk að gagnahetjum

    Hafa samand

Þinn samstarfsaðili í stafrænni vegferð

Breytingar hafa orðið á fyrirtækjamarkaði varðandi gögn og nýtingu þeirra til ákvarðanatöku.

Ríkari krafa er gerð til að nálgast rauntímagögn með auðveldum og aðgengilegum hætti, sem skilar sér í betri og upplýstari ákvarðanatöku þvert á rekstrareiningar fyrirtækja. Stafræn umbreyting gerir kröfu um skýra sýn stjórnenda á hvaða árangri skuli ná og hvaða skref verði að taka til að komast þangað. Þjónusta Expectus byggir á áratuga reynslu á þessu sviði og aðferðafræði sem þróuð hefur verið í nánu samstarfi við stærstu fyrirtæki landsins.

Stefnumótun og innleiðing

Við greinum núverandi rekstrarumhverfi
í samvinnu við stjórnendur og
komum auga á tækifæri. Við mörkum stefnu til framtíðar með skilgreindum mælanlegum markmiðum í átt
að auknum árangri og aðstoðum við
innleiðingu stefnu með viðurkenndum aðferðum.

Við teiknum upp stafræna innviði og aðstoðum við val á réttum lausnum. Við söfnum gögnum úr mismunandi kerfum í vöruhús gagna

og tryggjum að gæðum og áreiðanleika
þeirra sé viðhaldið. Við gerum

ólíkum kerfum kleift að tala saman

og smíðum undirstöður fyrir
sjálfvirka og stafræna ferla.

Við hönnum skýrslur og mælaborð sem byggja á skýrum rauntímaupplýsingum. Við gerum starfsfólki fyrirtækja fært að sjá og skilja gögnin og öðlast innsýn sem bætir ákvarðanatöku.



Viðskiptavinir okkar

Hér eru dæmi um okkar helstu viðskiptavini. Við vinnum með yfir 200 fyrirtækjum
í að ná varanlegum árangri í rekstri með gagnadrifinni ákvarðanatöku.

Mælaborð

Við viljum að gögn séu sett fram á skýran og auðlesanlegan hátt

23 Nov, 2023
Nýverið kynntu Samtök ferðaþjónustunnar vefsíðuna ferdagogn .is þar sem finna má mælaborð og gagnakeldur sem tengjast ferðaþjónustu. Mælaborð á síðunni voru unnin af sérfræðingum Expectus og er mælaborð SAF gott dæmi um hvernig setja má fram gögn á skýran og lýsandi hátt þannig að upplýsingarnar nýtist þeim sem á þurfa að halda. Dregin eru saman gögn frá ýmsum stöðum sem saman gefa góða mynd af stöðu ferðaþjónustu í nærumhverfinu.  Fjallað var sérstaklega um mælaborð SAF og hvernig það nýtist í sérblaði Viðskiptablaðsins sem kom út um miðjan nóvember. Grein viðskiptablaðsins í heild má lesa hér .
10 Nov, 2022
Nýjasta mælaborðið frá Expectus er unnið upp úr gögnum frá Áfengis og tóbaksverslun ríkisins. Með ÁTVR mælaborðinu geta notendur borið saman verð og vínanda í þeim fjölmörgu tegundum áfengis sem fást hjá ÁTVR. Þannig er hægt að bera saman lítraverð og átta sig á lítraverði með tilliti til vínanda í drykknum. Þannig geta neytendur gert upplýstari áfengiskaup
03 Aug, 2022
Sérfræðingar Expectus smíðuðu mælaborð í Tableau byggt á jarðskjálftagögnum frá Veðurstofu Íslands sem eru unnin í exMon.
Sýna eldri fréttir

Traustir samstarfsaðilar

Fréttir

18 Apr, 2024
Á aðalfundi ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækisins Expectus sem haldinn var í byrjun mars voru þau Edda Valdimarsdóttir Blumenstein og Helgi Logason tekin inn í eigendahóp Expectus. Bætast þau við þann öfluga hóp eigenda sem fyrir var en nokkur kynslóðaskipti hafa orðið í hópnum á undanförnum árum. Þannig hafa eldri ráðgjafar vikið og yngra fólk er komið inn í staðinn. „Ég er virkilega stolt og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt að vera komin í eigendahóp Expectus og er full tilhlökkunar að halda áfram að vinna að vexti fyrirtækisins í nýju hlutverki,“ segir Edda. Helgi tekur í sama streng: „Ég er fullur tilhlökkunar fyrir nýju hlutverki hjá Expectus. Það eru gríðarlega spennandi tímar fram undan í hvernig fyrirtæki geta nýtt sér gögn og nýjustu tækni og Expectus er í lykilstöðu til að leiða þá þróun.“ Expectus aðstoðar mörg af stærstu fyrirtækjum landsins við að nýta upplýsingatæknina til að taka gagnadrifnar ákvarðanir byggðar á rauntímaupplýsingum og ná þannig mælanlegum og varanlegum árangri í rekstrinum. Reynir Ingi Árnason er framkvæmdastjóri Expectus: „Við erum gríðarlega ánægð með að fá þau tvö til liðs við eigendahópinn og hlökkum til að takast á við komandi verkefni með mjög svo öflugt teymi. Það er líka sérlega ánægjulegt að fá unga konu eins og Eddu inn í þennan hóp en kona hefur ekki verið meðal eigenda Expectus síðan 2018,“ segir Reynir. Expectus var stofnað árið 2009 og hjá fyrirtækinu starfa nú yfir 30 sérfræðingar á sviði stjórnunar, reksturs, tækni og hugbúnaðargerðar .
16 Apr, 2024
Það var mikið fjör á bás Expectus á UTmessunni í Hörpu í byrjun febrúar. Gestum og gangandi var boðið að spreyta sig í pútthæfni og var árangur gesta sýndur myndrænt á skjá með svipaðri framsetningu og fyrirtæki í hópi viðskiptavina Expectus fá sýn á lykilmælikvarða í rekstri sínum. Í öllum góðum keppnum er sigurvegari. Að þessu sinni var það hann Hallur Flosason sem vinnur hjá OK sem var sigursælastur með 24 pútt í röð.  Hann hlaut í verðlaun púttmottu og púttara.
16 Apr, 2024
Íslenskir nemendur við DTU fjölmenntu í Jónshús í Kaupmannahöfn á dögunum þegar Expectus bauð til vísindaferðar. Þetta er í annað skiptið sem starfsfólk og stjórnendur hjá Expectus leggja land undir fót og bjóða íslenskum verkfræðinemum í Kaupmannahöfn upp á pizzu og bjór. Um leið og ljúfar veigar runnu niður fræddust íslenskir háskólanemar um starfsemi Expectus og vinnustaðinn.
Sýna eldri fréttir

Við skilum þér mælanlegum árangri

Ráðgjafar okkar hafa áralanga reynslu í að vinna með stjórnendum fyrirtækja og stofnana í að móta og innleiða gagnadrifna menningu.


Hafðu samband til að hefja þína vegferð.

Share by: