444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík

Blogg

„Þetta er eitthvað skrýtið“

Röng gögn leiða af sér rangar ákvarðanir

Öll reiðum við okkur á réttar upplýsingar til að geta tekið réttar ákvarðanir á réttum tíma. Þá er ekki síður mikilvægt að stjórnendur og starfsmenn þvert á fyrirtækin séu að taka ákvarðanir byggðar á grundvelli nákvæmlega sömu upplýsinga á hverjum tíma. Með ógrynni gagna í hvaða atvinnugrein sem er nauðsynlegt að hafa yfirsýn yfir allar þær upplýsingar sem greining á þeim gögnum gefa okkur.

Mörg fyrirtæki hafa hafið þá vegferð að innleiða viðskiptagreind með vöruhúsi gagna og samþættingu gagna til að ná þessari heildarsýn á reksturinn. Daglegur rekstur slíkra kerfa getur oft verið flókinn og erfiður og að sjá til þess að öll gögn séu uppfærð og rétt á hverjum tíma getur oft reynst þrautin þyngri. Símtöl frá notendum til upplýsingatæknideildar sem byrja á „Þetta er eitthvað skrýtið“ eru því mjög algeng. Það að notendur fái röng gögn í skýrslum grefur undan trausti viðskiptagreindarkerfa og ef vandamálið viðhelst, fara notendur að leita annarra leiða til þess að nálgast rekstrarupplýsingar. Þannig tapast oft ávinningur af fjárfestingu í uppbyggingu viðskiptagreindar.

Expectus hefur undanfarin ár þróað hugbúnaðinn exMon til að tækla vandamál við rekstur viðskiptagreindarumhverfa, í samstarfi við viðskiptavini og dótturfélag sitt Expectus Software. exMon tekur yfir og hjúpar allar keyrslur sem nauðsynlegar eru til uppfærslu á viðskiptagreindarumhverfi fyrirtækja, hvort sem það eru sérsniðnir gagnauppfærslupakkar, uppfærsla á skýrslum og teningum eða sértækar uppfærslur. exMon sýnir notendum stöðu viðskiptagreindarumhverfisins hverju sinni, þannig að bæði upplýsingatæknifólk og aðrir notendur viðskiptagreindar eru ávallt upplýstir um hvort skýrslur eða greiningar hafi uppfærst sem skyldi. exMon veitir einnig möguleika á að sérkeyra valda uppfærsluferla og gerir notendur þannig sjálfbjarga um uppfærslu á gögnum án þess að þurfa að reiða sig á tæknimenn í hvert skipti.

Eftirfylgni með gæðum gagna

Gögn í litlum gæðum,  sem flæða inn í vöruhús gagna eru oft valdur að villum og „skrýtnum“ tölum í skýrslum og mælaborðum. Með exMon er hægt að setja upp eftirlit með gæðum gagnanna og sér exMon um að koma frávikum til lagfæringar hjá ábyrgðaraðila sem hafa með gögnin að segja. Þessi eftirlit fylgjast ekki einungis með gæðum gagnanna, heldur geta einnig stöðvað viðkomandi uppfærsluferli sem tryggir það að rangar tölur rati ekki alla leið í skýrslur, á meðan verið er að leiðrétta gagnavilluna.  Skýrslan sem út kemur inniheldur þannig gögn sem sýna ekki nýjustu stöðu, en það er oft ásættanlegri staða en að vera að vinna með röng gögn. Með yfirlitskortum í exMon eru allir upplýstir um það að gögnin eru gömul en sýna samt sem áður rétta stöðu.

Með notkun exMon við rekstur viðskiptagreindarumhverfa þá fækkar þeim tilvikum þar sem „eitthvað er skrýtið“ við gögnin. Notkun viðskiptagreindarumhverfisins eykst og notendur eru almennt ánægðari. Jafnvel þótt uppfærsluferlið mistakist þá veit fólk af því og hagar sínum greiningum og ákvarðanatöku í samræmi við það. Með notkun exMon hafa fyrirtæki náð að nýta fjárfestingu í viðskiptagreind mun betur en ella, og eru opnari fyrir því að fjárfesta í áframhaldandi þróun. Þróunaraðilar umhverfisins fá því einnig mun meiri tíma til þessa að vinna að þróun í staðinn fyrir að leita að orsökum „skrýtinna“ talna.

Innleiðing á exMon

Fljótlegt er að innleiða exMon hugbúnaðinn og á nokkrum dögum er eftirlit með gagnakeyrslum og réttleika gagna komið í rekstur. Ef þú hefur áhuga á að vita meira um exMon og hvað það getur gert fyrir þig, hafðu samband við Hörð Má Jónsson meðeiganda og ráðgjafa hjá Expectus í síma 824 4787 eða með tölvupósti í hordur@expectus.is.

Ummæli frá viðskiptavinum

„exMon hefur bætt stöðuleika viðskiptagreindarferla og gefið okkur tækifæri til að eyða meiri tíma í þróun viðskiptagreindarumhverfisins í stað reksturs. exMon gefur notendum og rekstraraðilum rauntímaupplýsingar um stöðu umhverfisins á hverjum tíma.“

Pálmi Símonarson, BI sérfræðingur, Orkuveita Reykjavíkur

„exMon hefur gefið okkur innsýn inn í viðskiptagreindarferilinn og vissu um að öll gögn séu uppfærð rétt. Möguleikinn á að ræsa ferla sjálf hefur stóraukið notkun okkar á viðskiptagreindar umhverfinu.“

María Arthúrsdóttir, deildarstjóri hagdeildar, Vodafone

„Með exMon höfum við náð eftirtektarverðum árangri í að bæta skilvirkni viðskiptagreindarferla innan Actavis. Villum hefur fækkað verulega og upplýsingatæknideildin hefur meira frumkvæði í að leysa frávik og villur áður en notendur verða varir við þær.“

Valdimar Bragason, Director of BI, Actavis

Deila   
Hörður Már Jónsson

Hörður Már er ráðgjafi hjá Expectus og þróunarstjóri hjá Expectus Software.