444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík

Blogg

Samstarfssamningur við Tableau Software

Dave Noreen frá Tableau og Kristinn Már Magnússon við undirritun samningsins

Dave Noreen frá Tableau og Kristinn Már Magnússon við undirritun samningsins

Expectus hefur skrifað undir samstarfssamning við bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Tableau Software. Samningurinn er þess efnis að að Expectus gerist þjónustu- og endursöluaðili fyrir Tableau viðskiptagreindarhugbúnaðinn á Íslandi.

Með þessu erum við að efla þjónustuframboð okkar og teljum að þessi lausn muni nýtast við­skiptavinum okkar afar vel. Viðskiptagreindarhugbúnaður Tableau gerir fólki og fyrirtækjum kleift að útbúa greiningar og mælaborð á myndrænan hátt. Með hugbúnaðinum geta notendur greint upplýsingar myndrænt á öflugri hátt en áður.

Deila   
Helgi Hrafn Halldórsson

Helgi er ráðgjafi í viðskiptagreind og hefur unnið við hugbúnaðarþróun til margra ára og hefur mikla reynslu af forritun og hönnun gagnagrunna.