444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík

Færslur eftir mánuði : nóvember 2015

Ertu með tvískipt gleraugu?

Það er ekkert sérlega freistandi að fá í fangið verkefni sem þú veist að mun aldrei klárast. Kannski er það ein af ástæðum fyrir því að marga óar við því að taka upp stjórnunaraðferðir straumlínustjórnunar. Við finnum mörg hver fyrir knýjandi þörf til að skila af okkur góðu verki, segja því lokið. Setjum jafnvel undir okkur hausinn og gerum það sem gera þarf til að geta sagst vera búin.

Samstarfssamningur við Tableau Software

Expectus hefur skrifað undir samstarfssamning við bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Tableau Software. Samningurinn er þess efnis að að Expectus gerist þjónustu- og endursöluaðili fyrir Tableau viðskiptagreindarhugbúnaðinn á Íslandi.

Með þessu erum við að efla þjónustuframboð okkar og teljum að þessi lausn muni nýtast við­skiptavinum okkar afar vel. Viðskiptagreindarhugbúnaður Tableau gerir fólki og fyrirtækjum kleift að útbúa greiningar og mælaborð á myndrænan hátt. Með hugbúnaðinum geta notendur greint upplýsingar myndrænt á öflugri hátt en áður.