444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík

Blogg

5 Ástæður til að skipta yfir í skýjalausnir við áætlanagerð

Kevin Hsu, 30. júlí 2014

Stjórnendur fyrirtækja eru stöðugt að leita leiða til að bæta frammistöðu fyrirtækja sinna. Langar þig að vita eitt verst geymda leyndarmál þeirra? Fyrirtæki sem hafa skipt yfir í skýjalausnir við gerð áætlana hafa náð betri árangri á fjölda sviða. Fyrirtæki sem nýta sér viðskiptagreind hafa náð samkeppnisforskoti á þau fyrirtæki sem nota aðeins hugbúnað á borð við Excel við sína áætlanagerð. Það að skipta yfir í skýjalausnir hefur 5 ótvíræða kosti í för með sér.

  1. Besta tæknin. Þú ert stöðugt með nýjustu og bestu hugbúnaðarlausnina fyrir viðskiptagreind. Þér er boðið nýjar uppfærslur oft á ári, þér annað hvort að kostnaðarlausu eða fyrir lágmarks kostnað.
  2. Lágmarks stofnkostnaður. Greiðslur fyrir flestar skýjalausnir eru byggðar á notkun frekar en að borga fyrir hugbúnaðinn sjálfan.
  3. UT deildin er óþörf. Skýjalausnir þurfa yfirleitt lítið sem ekkert viðhald af UT deildinni sem sparar tíma og peninga.
  4. Eykur sveigjanleika. Þú getur tryggt að þjónustan sem þú færð er í samræmi við þarfir fyrirtækisins og þú getur alltaf aðlagað þjónustuna að breyttum þörfum.
  5. Mikill tímasparnaður. Það hefur verið sannað að notkun skýjalausna einfaldar bæði gerð fjárhagsáætlana og sparar tíma þar sem hægt er að sjálfvirknivæða tímafreka handvirka skýrslugerð. Innleiðing skýjalausna veitir þínu fyrirtæki tíma til að auka framleiðni og þjónustu við viðskiptavini.

 

Eftir hverju ertu að bíða? Skiptu yfir í skýjalausn í dag. Þú færð nýjustu tækni hraðar og gerir fyrirtækinu þínu kleift að bregðast hratt og örugglega við breyttum aðstæðum.

Deila   

Höfundur er ráðgjafi hjá Expectus.