444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík

Færslur eftir mánuði : júní 2015

Pennastrik, hvirfilvindur og hegðun

Ef ég hefði vitað það þá sem ég veit nú. Það hefði getað einfaldað vinnu mína og verkefnaframkvæmd til muna. Og, ekki síst hjálpað mér að ná sýnilegum árangri þar sem það ekki tókst. Ég er ágætis stjórnandi. Nokkuð góð bara. Hver þekkir það ekki sem stjórnandi að hafa aldrei tíma til að leita að réttu verkfærunum, lesa sig til, uppfæra dótakassann. Reyndar er það ekki alveg rétt. Sem stjórnandi tekur maður sér ekki nægan tíma í að uppfæra dótakassann og afla nýjustu þekkingar. Með öðrum orðum; maður lætur hvirfilvindinn éta sig. Hvað eftir annað.

Lesa meira

Þorum við að velja burt þegar við mótum stefnu?

Eitt mesta virðið í að móta sér stefnu, er líka það sem oftast gleymist – meðvitað eða ómeðvitað. Það er að velja burt einhvern þátt, að hafna einhverjum af öllum þeim stefnumarkandi þáttum sem hægt væri að velja að gera.

Það vill loða við stefnumótun að taka það ekki nógu skýrt fram hverju er fórnað þegar ákveðnar áherslur eru valdar. Síðan þegar kemur að þeim tímamótum – og þau koma alltaf fyrr en síðar – að einhver í fyrirtækinu fær sniðuga hugmynd um að gera eitthvað allt annað en vel ígrunduð og samþykkt stefna segir til um þá er stokkið til og framkvæmt.

Lesa meira