444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík

Blogg

Fyrirmyndarfyrirtæki 2015

Við erum gríðarlega stolt af því hvað hópurinn okkur hefur náð að búa til skemmtilegan vinnustað. Expectus hefur hlotið nafnbótina fyrirmyndafyrirtæki VR 2015. Hvað meira er þá hampaði hópurinn öðru sæti um titilinn fyrirtæki ársins í flokki meðalstórra fyrirtækja. Það voru þær Sigríður, Anna og Ásta sem tóku við viðurkenningunni í Hörpu 7. maí s.l.

Anna, Sigríður og Ásta taka við verðlaunum,

Anna, Sigríður og Ásta við verðlaunaafhendinguna. Með þeim á myndinni er Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR.

 

Önnur úrslit: (fengið af vef VR)

  • Johan Rönning bar sigur úr býtum í flokki stærri fyrirtækja þar sem starfsmenn eru að lágmarki fimmtíu talsins. Þetta er fjórði sigur Rönning á jafnmörgum árum. Fyrirtækið hefur nær undantekningalaust boðið öllum sínum starfsmönnum þátttöku í könnuninni í þrettán ár, óháð stéttarfélagsaðild þeirra eða starfshlutfalli. Í öðru sæti í hópi stórra fyrirtækja er Öryggismiðstöð Íslands og í því þriðja er Nordic Visitor Iceland.
  • Miracle er sigurvegarinn þriðja árið í röð í hópi meðalstórra fyrirtækja þar sem starfsmenn eru á milli 20 og 49 talsins. Miracle hefur einnig undanfarin ár boðið öllum sínum starfsmönnum þátttöku. Í öðru sæti í þessum stærðarflokki er Expectus en Basis er í þriðja sæti.
  • Vinnuföt eru sigurvegarinn í hópi minnstu fyrirtækjanna þar sem starfsmenn eru færri en tuttugu talsins, þriðja árið í röð. Í öðru sæti lítilla fyrirtækja er Skattur og bókhald en í þriðja sæti er Bókhald og uppgjör.

 

Deila   
Helgi Hrafn Halldórsson

Helgi er ráðgjafi í viðskiptagreind og hefur unnið við hugbúnaðarþróun til margra ára og hefur mikla reynslu af forritun og hönnun gagnagrunna.