444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík

Blogg

PowerBI Preview

Mikil áhersla hefur verið hjá Microsoft undanfarin ár á skýjalausnir með Azure og Office 365. Nýjasta lausnin í skýjaflóruna er Microsoft Power BI Preview. Fyrirtæki geta þá með einföldum hætti veitt starfsmönnum aðgang að mælaborðum og skýrslum sem eru tengd við grunnkerfi fyrirtæksinsins.

Framendi

Notendur geta unnið með skýrslurnar eftir mögum leiðum. Hægt er að skoða í gegnum vefinn powerbi.com, iPhone/iPad app, Windows 8 app og svo er Android app á leiðinni. Ég hef notað bæði iPhone og iPad appið mikið og er það mjög góð upplifun að hafa stjórnendaupplýsingarnar alltaf við höndina.

powerbi

Smíði á skýrslum

Til þess að smíða skýrslur er best að nota Power BI Designer sem er fáanlegt í gegnum powerbi.com. Þetta er tól þar sem búið er að blanda saman PowerPivot, PowerQuery og PowerView í einn pakka. Þetta einfaldar það að sækja gögn, búa til útreikninga, stilla upp mælaborði og koma því í dreifingu. Mikið einfaldara en að gera í gegnum Excel.

powerbidesigner2

Tenging við gögn

Hægt er að uppfæra gögn með eftirfarandi leiðum

  1. SSAS Connector – Leyfir þér að tengja PowerBI inn á SSAS tabular módel og smíða skýrslurnar á vefnum. Tengingin virkar í gegnum eldvegg.
  2. Excel – Setur skjal inn í OneDrive með PowerPivot/PowerView sheeti og mælaborðið uppfærir gögn þegar Excel skjalið breytist.
  3. Power BI Designer – Forrit sem býr til PBX skrá sem þú setur inn á powerbi.com, ekki er hægt að uppfæra það sjálfvirkt eins og er en það er væntanlegt mjög fljótlega.
  4. Live Stream – Hægt að tengja í rauntíma í gegnum Azure Stream Analytics eða bæta við röðum í gegnum PowerBI REST API.

Verð

Leyfismódelið er mjög einfalt, það er frítt upp að 1GB gagnamagni. Gagnamagnið er hinsvegar þjappað þ.a. 1GB gæti verið 10-20GB af grunngögnum án þjöppunar. Ef þú þarft meira pláss þá borgaru 10 USD á mánuði fyrir Power BI Pro leyfi fyrir hvern þann notanda sem getur tengt sig inn á þjónustuna. Að auki eru eftirfarandi fítusar innifaldir í Power BI Pro:

  • SSAS Connector – Möguleiki að tengja við Analysis Service Tabular teninga.
  • 1M Rows/Hour í stað 10k Rows/Hour í live data streaming
  • Data Management Gateway (Uppfæra sjálfvirkt úr gagngrunnum í gegnum eldvegg)
  • Deila skýrslum til annara
  • Active Directory öryggi

Ekki þarf Office 365 áskrift til að geta notað PowerBI en ef þú ert með Office 365 þá notaru sama notanafn/lykilorð inn á PowerBI þjónustuna. Nánari upplýsingar um verð hér

Microsoft hefur ekki gefið út hvenær PowerBI verður gefið út en fram að því verður aðgangurinn alfarið frír. Farið inn á Powerbi.com og prófið, það er einnig til tilbúinn mælaborð fyrir ýmsar þjónustur eins og Google Analytics, Visual Studio Online, ofl. þar sem hægt er að fá tilbúinn mælaborð tengd við þjónustuna einfaldlega með því að setja inn auðkennið inn á viðkomandi þjónustu.

Deila   
Kristinn Már Magnússon

Kristinn er ráðgjafi í viðskiptagreind og hefur mikla reynslu af innleiðingu á vöruhúsi gagna og stjórnendamælaborðum í Microsoft BI og Tableau.