444 9800
Vegmúla 2, 108 Reykjavík

Færslur eftir mánuði : Maí 2015

Samtímaendurskoðun skapar verðmæti

Á síðustu árum hefur starf innri og ytri endurskoðenda verið að breytast umtalsvert. Fyrir um 20 árum snérust störf ytri endurskoðenda að mestu um gerð ársreikninga og staðfestingarvinnu tengt efnahagsliðum ársreiknings en innri endurskoðendur gerðu úrtakskannanir á ferlum og kerfisbundnum þáttum í rekstrinum. Með aukinni reikningskilaþekkingu innan fyrirtækja og bættri tækni færðist gerð ársreikninga frá endurskoðendum til fjármáladeilda fyrirtækjanna. Samhliða jókst áhersla innri og ytri endurskoðenda á sjálfstæðar eftirlitsaðgerðir sem gætu leitt í ljós áreiðanleika reikningsskilanna og þeirra ferla sem mynda upplýsingar í þeim.

Lesa meira

Verkefnastjórnun, Verkefnaskrá og nýjar áherslur

Síðustu misseri hefur verið áberandi sú aukna áhersla sem fyrirtæki hafa gert til skilvirkari og markvissari verkefnastjórnunar. Nú er erfitt að staðhæfa um hverjar helstu ástæður eru en ég vil meina að það tengist tveim megin þáttum, annars vegar efnahagshruninu sem varð til þess að fyrirtækin gerðu sjálf kröfu um betur skilgreindara stjórnskipulag með betri yfirsýn á í hvað fjármunir þeirra væru að fara og meðvitaðri stýringu almennt innan fyrirtækja, hvort sem væri á verkefnum eða öðru, og hins vegar aukin sókn í nám á sviði Verkefnastjórnunar, þá einna helst MPM nám Háskólanna, nú Háskólans í Reykjavík og áður Háskóla Íslands. Það eru eflaust fleiri þættir sem spila hér inn í en það má álykta að aukin áhersla á verkefnastjórnun gæti tengst þessari þróun.

Lesa meira

RoL = Return on Luck og 20 mílna gangan

Fyrir þá sem hafa lifað og hrærst í fjármálum og metið árangur fyrirtækja út frá hinum ýmsu kennitölum kann þessi nýjasta RoL úr bók Jim Collins að virðast ansi undarleg. Þar rýnir hann í hvað gerir það að verkum að sum fyrirtæki ná að skila árangri á hverju einasta ári í marga áratugi samfellt á meðan afkoma annarra sveiflast meira í takt við ytri aðstæður.

Lesa meira

Er innleiðing samfélagsábyrgðar fyrirtækja geimvísindi?

Samfélagsábyrgð í rekstri fyrirtækja er komin á kortið á Íslandi. Við höldum heilu ráðstefnurnar um málefnið og sérfræðingum og ráðgjöfum sem tileinka sér þekkingu um málefnið fjölgar hratt. Það ætti því að vera mun auðveldara en áður fyrir íslensk fyrirtæki að tileinka sér og innleiða samfélagslega ábyrga starfshætti. Samt veigra sumir sér við að ráðast í verkefnið og það virðist óyfirstíganlegt á köflum. Af hverju erum við að þessu? Hvernig eigum við að gera þetta? Hvar byrja? Hvenær? Hvenær erum við búin?

Lesa meira

Fyrirmyndarfyrirtæki 2015

Við erum gríðarlega stolt af því hvað hópurinn okkur hefur náð að búa til skemmtilegan vinnustað. Expectus hefur hlotið nafnbótina fyrirmyndafyrirtæki VR 2015. Hvað meira er þá hampaði hópurinn öðru sæti um titilinn fyrirtæki ársins í flokki meðalstórra fyrirtækja. Það voru þær Sigríður, Anna og Ásta sem tóku við viðurkenningunni í Hörpu 7. maí s.l.

Lesa meira

PowerBI Preview

Mikil áhersla hefur verið hjá Microsoft undanfarin ár á skýjalausnir með Azure og Office 365. Nýjasta lausnin í skýjaflóruna er Microsoft Power BI Preview. Fyrirtæki geta þá með einföldum hætti veitt starfsmönnum aðgang að mælaborðum og skýrslum sem eru tengd við grunnkerfi fyrirtæksinsins.

Lesa meira