Upplýstur rekstur

Í nútímarekstri er rík krafa að geta byggt ákvarðanir á gögnum. Expectus er tæknifyrirtæki sem gerir þitt starfsfólk að gagnahetjum.

Hafðu samband
  • Stefnumótun

    Við hjálpum til við að móta framtíðarsýn 

    og koma henni í framkvæmd með viðurkenndum aðferðum

    Hafa samband
  • Þinn rekstur skiptir okkur máli

    Þegar þú dafnar döfnum við með þér

    Hafa samband
  • Upplýstur rekstur

    Í nútímarekstri er rík krafa að geta byggt ákvarðanir á gögnum

    Expectus er fyrirtæki sem gerir þitt starfsfólk að gagnahetjum

    Hafa samand

Þinn samstarfsaðili í stafrænni vegferð

Breytingar hafa orðið á fyrirtækjamarkaði varðandi gögn og nýtingu þeirra til ákvarðanatöku.

Ríkari krafa er gerð til að nálgast rauntímagögn með auðveldum og aðgengilegum hætti, sem skilar sér í betri og upplýstari ákvarðanatöku þvert á rekstrareiningar fyrirtækja. Stafræn umbreyting gerir kröfu um skýra sýn stjórnenda á hvaða árangri skuli ná og hvaða skref verði að taka til að komast þangað. Þjónusta Expectus byggir á áratuga reynslu á þessu sviði og aðferðafræði sem þróuð hefur verið í nánu samstarfi við stærstu fyrirtæki landsins.

Stefnumótun og innleiðing

Við greinum núverandi rekstrarumhverfi
í samvinnu við stjórnendur og
komum auga á tækifæri. Við mörkum stefnu til framtíðar með skilgreindum mælanlegum markmiðum í átt
að auknum árangri og aðstoðum við
innleiðingu stefnu með viðurkenndum aðferðum.

Við teiknum upp stafræna innviði og aðstoðum við val á réttum lausnum. Við söfnum gögnum úr mismunandi kerfum í vöruhús gagna

og tryggjum að gæðum og áreiðanleika
þeirra sé viðhaldið. Við gerum

ólíkum kerfum kleift að tala saman

og smíðum undirstöður fyrir
sjálfvirka og stafræna ferla.

Við hönnum skýrslur og mælaborð sem byggja á skýrum rauntímaupplýsingum. Við gerum starfsfólki fyrirtækja fært að sjá og skilja gögnin og öðlast innsýn sem bætir ákvarðanatöku.



Viðskiptavinir okkar

Hér eru dæmi um okkar helstu viðskiptavini. Við vinnum með yfir 200 fyrirtækjum
í að ná varanlegum árangri í rekstri með gagnadrifinni ákvarðanatöku.

Mælaborð

Við viljum að gögn séu sett fram á skýran og auðlesanlegan hátt

23 Nov, 2023
Nýverið kynntu Samtök ferðaþjónustunnar vefsíðuna ferdagogn .is þar sem finna má mælaborð og gagnakeldur sem tengjast ferðaþjónustu. Mælaborð á síðunni voru unnin af sérfræðingum Expectus og er mælaborð SAF gott dæmi um hvernig setja má fram gögn á skýran og lýsandi hátt þannig að upplýsingarnar nýtist þeim sem á þurfa að halda. Dregin eru saman gögn frá ýmsum stöðum sem saman gefa góða mynd af stöðu ferðaþjónustu í nærumhverfinu.  Fjallað var sérstaklega um mælaborð SAF og hvernig það nýtist í sérblaði Viðskiptablaðsins sem kom út um miðjan nóvember. Grein viðskiptablaðsins í heild má lesa hér .
10 Nov, 2022
Nýjasta mælaborðið frá Expectus er unnið upp úr gögnum frá Áfengis og tóbaksverslun ríkisins. Með ÁTVR mælaborðinu geta notendur borið saman verð og vínanda í þeim fjölmörgu tegundum áfengis sem fást hjá ÁTVR. Þannig er hægt að bera saman lítraverð og átta sig á lítraverði með tilliti til vínanda í drykknum. Þannig geta neytendur gert upplýstari áfengiskaup
03 Aug, 2022
Sérfræðingar Expectus smíðuðu mælaborð í Tableau byggt á jarðskjálftagögnum frá Veðurstofu Íslands sem eru unnin í exMon.
Sýna eldri fréttir

Traustir samstarfsaðilar

Fréttir

14 Dec, 2023
Danska hugbúnaðarfyrirtækið TimeXtender hefur keypt íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Exmon Software. Exmon Software var stofnað af ráðgjafarfyrirtækinu Expectus árið 2014 sem dótturfélag en hefur verið rekið í aðskildu eignarhaldi undanfarin tvö ár. Hjá félaginu starfa 14 sérfræðingar í hugbúnaðarþróun og -sölu. Aðalsöluvara fyrirtækisins er hugbúnaðarlausnin Exmon sem er leiðandi lausn í gagnagæðum og gagnaumsjón. Viðskiptavinir nýta Exmon til að finna villur og frávik í tölvukerfum og daglegum ferlum, sem getur meðal annars komið í veg fyrir tekjutap eða brotalamir í ferlum sem annars gætu farið fram hjá stjórnendum. Viðskiptavinum Exmon fer hratt fjölgandi víðsvegar um Evrópu enda hefur fyrirtækið náð að byggja upp öflugt net samstarfsaðila sem selja og innleiða lausnina hjá fyrirtækjum í flestum atvinnugreinum. „Síðastliðin ár hafa farið í að koma Exmon á framfæri erlendis og við sjáum mikinn áhuga og árangur þar. Við höfum unnið náið með TimeXtender undanfarið og eru samlegðaráhrifin fyrir bæði vörurnar okkar og viðskiptavini miklar og því ákváðum við að fara í þessa vegferð saman. Við sjáum mikil tækifæri í því að kynna Exmon-vörurnar fyrir viðskiptavinahópi TimeXtender og stækka þar með markaðinn fyrir Exmon. Gert er ráð fyrir að Exmon verði áfram með starfsemi á Íslandi. Við hlökkum mikið til samstarfsins, menning fyrirtækjanna byggir á líkum grunni og innan þeirra er mikil þekking á stjórnun og notkun gagna sem er hratt vaxandi viðfangsefni í nútímarekstri. Við eigum eftir að gera góða hluti saman sem nýtast viðskiptavinum bæði hér heima og erlendis,“ segir Gunnar Steinn Magnússon, framkvæmdastjóri Exmon Software. „Sameining félaganna mun gera okkur mögulegt að styrkja Exmon-hugbúnaðinn enn frekar, auka samþættingu við núverandi lausnir TimeXtender og hraða vöruþróun. Við erum að sjá mikla framþróun í gagnalausnum á heimsvísu með tilkomu nýrra skýja- og gervigreindarlausna sem gera kröfu um meiri gæði og hraðari úrvinnslu á gögnum. Ég er sannfærður um að með sameiningu við TimeXtender náum við sameiginlega að búa til mjög öflugt og spennandi lausnaframboð fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Kristinn Már Magnússon, tæknistjóri Exmon Software. „Með sameiningu við Exmon erum við að taka stórt skref í að auka virði okkar lausnaframboðs. Lausnin okkar innifelur nú bætt stjórnkerfi gagna sem einfaldar verulega alla umsýslu gagna fyrir okkar viðskiptavini. “ - Heine Krog Iversen, CEO hjá TimeXtender. TimeXtender er danskt hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar sjálfvirknivæðingarlausnir sem einfalda og flýta ferlum í uppbyggingu á vöruhúsi gagna. Hugbúnaðinn nota yfir 3.000 viðskiptavinir víðsvegar um heim.
23 Nov, 2023
Nýverið kynntu Samtök ferðaþjónustunnar vefsíðuna ferdagogn .is þar sem finna má mælaborð og gagnakeldur sem tengjast ferðaþjónustu. Mælaborð á síðunni voru unnin af sérfræðingum Expectus og er mælaborð SAF gott dæmi um hvernig setja má fram gögn á skýran og lýsandi hátt þannig að upplýsingarnar nýtist þeim sem á þurfa að halda. Dregin eru saman gögn frá ýmsum stöðum sem saman gefa góða mynd af stöðu ferðaþjónustu í nærumhverfinu.  Fjallað var sérstaklega um mælaborð SAF og hvernig það nýtist í sérblaði Viðskiptablaðsins sem kom út um miðjan nóvember. Grein viðskiptablaðsins í heild má lesa hér .
23 Nov, 2023
Samstarf Expectus og Tableau stendur styrkum fótum og reglulega sækja sérfræðingar Tableau okkur heim til að fræða okkur um allt það nýjast í hugbúnaðinum. Þann 16. Nóvember síðastliðinn var haldin hálfs dags ráðstefna þar sem sérfræðingar frá Tableau, þau Torben Noer og Ina Conrado, kynntu fyrir viðskiptavinum Expectus hvað er nýjast og ekki síður hvað er framundan hjá Tableau. Þá heyrðum við einnig frá Guðmundi Helgasyni hjá CCP og Jóni Árna Traustasyni frá VÍS en þeir sýndu og sögðu frá hvað þeir og þeirra fyrirtæki hafa verið að gera til að koma upplýsingum unnum úr gögnum frá sér á skilmerkilegan hátt með aðstoð Tableau. Fullt var út úr dyrum og voru ráðstefnugestir sammála um að mikið gagn hefði verið af öllum fyrirlestrum dagsins.
Sýna eldri fréttir

Við skilum þér mælanlegum árangri

Ráðgjafar okkar hafa áralanga reynslu í að vinna með stjórnendum fyrirtækja og stofnana í að móta og innleiða gagnadrifna menningu.


Hafðu samband til að hefja þína vegferð.

Share by: